Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Blaðsíða 9
MARIA STUART — Framhald frá bls. 71.
talaði við {jernur sínar. Hún reyndi að hughreysta þær og bað þær
að vera viðstaddar aftökuna, til þess að geta sagt eftir á, hvað
gerst. hafði.
Er hún var að ljúka máli sínu, var barið harkalega, að dyrum.
Inn komu aendimenn, er áttu, að leiða hana til aftökustaðarins. Drotn-
ingin mælti: »Pér eruð að sækja mig, herrar minir. Eg er tilbúin
að deyja. Mér finst, að drotningin systir mín (Elizabet) geri mér
mikinn greiða, og það gerið þér líka, herrar mínir, með því að
koma hingað til mín. Við skulum þá fara«. Hugrekki drotningar-
innar og festa höfðu djúp áhrif á mennina, og þeir kendu sárlega
í Irjósti um hana.
Höggstokknum hafði verið komið fyrir í stóru herbergi og yfir
hann var breitt grátt línklæði. Drotningin gekk inn í herbergið,
fögur og tignarleg. Ein þernan hennar gat ekki af sér borið, er hún
sá hana í höndum böðlanna og grét hástöfum; drotningin bar fing-
ur að vörum s.ér og gaf henni með því bendingu um að stilla sig,
og stúlkan bældi niður í sér gráturinn.
Þegar drotningin kom að höggstokkinum, greip böðullinn óþyrmi-
lega í handlegg hennar og svifti klæðum hennar niður að mitti, svo
að hvítur háis og herðar komu berlega. í ljós. Hún reyndi að hylja
nekt sína, eins og henni var auðið, og hafði orð á því, að hún væri
óvou að afklæðast í viðurvist svo' mikils mannfjölda. (Þarna voru
viðstaddir um fjögur eða fimm hundruð manns). Drotningin kraup
á kné og sneri sér að þernunni, sem hún hafði beðið að binda vasa-
kúltinn: fyrir augun á sér. Svo aðdáunarverð var hugprýði hennar,
að þeir, sern viðstaddir voru, gátu ekki tára bundist.
Því næst baðst drotningin fyrir, en böðullinn truflaði hana oft
í bæninni. Hún hafði upp aftur latneskan sálm. og lagði svo höfuð-
ið á höggstokkinn. Þegar hún var að ljúka orðunum In manus tuas,
Domine, commendo spiritum meum (Faðir, í þínar hendur fel ég
minn anda), hjó böðullinn á háls henni, án þess þó að höfuðið tæki
af. Hann varð að höggva tvisvar enn þá til þesa að honum hepn-
aðist að skilja. höfuðið frá bolnum. Að þessu loknu tók hann hÖf-
uðið, hélt þvi á lofti og mælti.: »Drottinn blessi Elizabet drotningu!
Megi allir óvinir hins sanna fagnaðarboðskapar sæta sömu örlög-
um!« Að svo mæltu svifti hann höfuðbúnaðinum af höfði hinnar
látnu drotningar, og kom þá í ljós hárið, er einu sinni hafði verið
ljóst og fagurt, en var nú orðið mjallhvítt.. Það var sorgin og þján-
ingarnar, en ekki ellin, sem gert höfðu hár hennar hvítt. Hún var
ekki fertug að aldri, þegar hún var tekin af l;ífi.
Framh. á bls. 84.
ÖTRÚLEGT — EN SATT
73