Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Síða 6

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Síða 6
ingu og skilning þeirra manna, er hann átti að sjá um eða koma við starfssvið hans. Þeir sáu það, að hann hlífði ekki sjálfum sér og lét aldrei standa upp á sig, það sem hann þurfti að gera. Leiddi það aðra skjótt til að sýna skyldurækni í móti. Hann bar hag rafvirkjastéttarinnar mjög fyrir brjósti og vildi efla menningu hennar og verklega kunnáttu sem bezt. I utanförum sínum leitaði hann einnig upplýsinga um hag og háttu rafvirkjastétt- arinnar á Norðurlöndum og reyndi að koma því á hér á landi, er honum leitst bezt á þar, ef það gat átt við. I eftirlitsstarfi sínu var hann vakandi fyrir um- bótum í frágangi raflagna og tilhögun þeirra. Var hann hvatamaður að því að samsetningsdósir urðu fyrirskipaðar í stæðum öllum í pípulögnum, er tvímælalaust má telja hina mikilsverðustu umbót á verklegum frágangi lagna. Þá lét hann sér mjög annt um öryggi lagna og nauðsyn grunntenginga, er smám saman leiddi hann inn á reglubundna skoðun raflagna. Varð hann brautryðjandi á því sviði, því slíkar skoðanir gamalla lagna eru ekki framkvæmdar reglubundið annars staðar. Vakti fyrir honum að auka öryggi raflagna svo að elds- hætta og lífshætta frá lögnunum og raftækjum yrði hverfandi lítil. Þótt ekki hafi tekizt að útrýma hættunni algerlega, má þó telja víst að hún sé mun minni en ella hefði verið og svo að óbeini hagn- aðurinn af hinu aukna öryggi, sem skoðunin hefir í för með sér, verði margfaldur á við skoðunar- kostnaðinn. Skoðun þessi hefir reynst vinsæl hjá mörgum húseigendum og stofnunum, enda oft komið að góðu gagni. Hann undirbjó nokkuð raffangaprófun hjá Raf- magnsveitunni til að vandað yrði meira til inn- flutnings á efni til raflagna, en þegar Rafmagns- eftirlit ríkisins tók upp almenna raffangaprófun varð hann undir eins stuðningsmaður þess og starfaði þar í prófnefnd allan tímann frá byrjun raffangaprófunar ríkisins og meðan honum entist aldur. Hann starfaði og ötullega í nefnd til endurskoð- unar á lagningareglum raforkuvirkja og hafði alla tíð safnað gögnum í því skyni að endurbæta fyrstu lagningareglur Rafmagnsveitunnar frá 1920. Hann hafði einnig auga fyrir eflingu íslenzks iðnaðar á raftækja og raflagnasviðinu og á ferðum sínum leitaði hann sér upplýsinga um möguleika á sviði ýmissa tækja. Varð hann þess vegna hvata- maður að því að verksmiðjan Rafha í Hafnarfirði var stofnuð og tók upp smíði rafstóa eftir norskri fyrirmynd. Bar hann síðan hag verksmiðjunnar ávallt fyrir brjósti og stuðlaði að því, eftir síðustu utanför sína, að verksmiðjan tæki upp smíði raf- spenna fyrir rafveitur hér á landi. Er von til þess að spennar þessir komi á markaðinn áður langt um líður. Þannig mætti fleira telja, er sýnir hversu áhugasamur hann var í starfi sínu. Deildin, sem hann stjórnaði, var í stöðugum vexti með vexti bæjarins og aukinni rafmagns- notkun. Urðu því umsvif hans í starfinu stöðugt meiri, en jafnframt vann hann ávallt að umbótum á skipulagningu deildar sinnar. Vildi hann gera hana að leiðbeiningardeild í þágu notendanna auk þess eftirlitsstarfa, sem hún hafði haft með hönd- um. Má telja víst að ef honum hefði enzt starfsald- urinn hefði hann komið deildinni upp í það að verða mjög til fyrirmyndar, ekki aðeins meðal íslenzkra rafveitna, heldur og þótt víðar væri leit- að. Má af þessu marka það traust, sem hann hafði áunnið sér með starfi sínu. Hann var tilnefndur á Alþingi að taka sæti í raforkuráði f. h. Alþýðuflokksins, þegar ráðið var stofnað með raforkulögunum 1946 og var þar eins og ávallt við nefndarstörf tillögugóður, áhugasam- ur og fylginn sér í hverju máli. Með fráfalli hans hafa rafveitumálin, rafvirkja- stéttin og rafmagnsiðnaðurinn misst ágætan for- svarsmann á góðum starfsaldri, sem var braut- ryðjandi á sínu sviði um margt. Auk þess, sem hér hefir verið talið, kom starfs- þrek hans og áhugi fram á ýmsum öðrum sviðum, sem hér verða ekki rakin, svo að margir munu telja að mikil eftirsjá hafi verið að Nikulási Friðrikssyni fyrir margra hluta sakir. Reykjavík, sept. 1949. Steingrímur Jónsson. Nikulás Friðriksson er dáinn. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn af kunnustu mönn- um okkar stéttar. Nikulás var bóndasonur. Fæddur á Litluhólum í Mýrdal, 29. maí 1890. Foreldrar hans voru Friðrik, bóndi, Björnsson og kona hans, Halldóra Magnúsdóttir. Nikulás lærði húsasmíði og stundaði þá iðn til 1913, en þegar Halldór Guðmundsson flutti heim þekkingu á raftækni og kunnáttu í rafvirkjun, 4 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.