Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Blaðsíða 10
saman tengdir við háspennu og sökum þess hve
mjóir þeir eru er auðveldara að búa til sveiga og
boga úr ljóspípunum. Þeir eru mikið notaðir sem
auglýsinga lampar o. þ. h. Allir mjólínu lampar
(slimline) eru snöggkveikilampar enda þótt þeir
teljist til heitskautslampa. Þeir hafa aðeins eitt
skaut í hvorum enda (sbr. 1. mynd) og er það á
víxl anóða og katóða eftir því hver straumstefnan
er. Enga kveikiræsa þarf við mjólínu og kald-
skautslampa sökum þess að þeir eru hvorir tveggja
snöggkveikilampar og forhitun skautanna því eng-
in. Mjólínulampar eru oft raðtengdir við háspennu,
eins og kaldskautslampar.
Hér mun ekki frekar drepið á kaldskauts- og
mjólínu lampa, en lýst nokkru nánar heitskauts-
lömpum með forhitun skautanna, en þeir lampar
eru í dag lang algengastir til almennrar lýsingar
og aðrir lampar hafa fram til þessa ekki verið not-
aðir hérlendis. Hinsvegar er rétt að geta þess, að
margt bendir til þess, að kveikiræsar muni í náinni
framtíð verða óþarfir og heitskautslampar verði
allir snöggkveikilampar.
Skal nú reynt að gera lauslega grein fyrir orsök-
um flúr-ljóssins, en áður en það er gert er rétt að
fara nokkrum orðum um litrófið.
Oldulengd rafaldna (hinna styttri aldna) er
venjulega mæld í ángstrom. Eitt ángstrom er
1/10 000 000 úr mm. Litrófið, eins og vér þekkj-
um það, nær frá geimgeislum, er hafa öldulengd-
ina frá 1/10 000 ángstrom uppí raföldur er hafa
öldulengdir allt að 5 000 km.
Geimgeislar ............ 1/10 000 — 1/100 á
Gammageislar.............. 1/100 — 1 á
Röntgengeislar ................ 1 — 100 á
Útfjólubláir geislar ....... 100 — 3 800 á
Sýnilegir geislar ......... 3 800 — 7 600 á
Innrauðir geislar.......... 7 600 — 1 000 000 á
Útvarps-öldur ............. 1 cm — 2 000 metra
Raföldur framl. af rafölum . . 550 — 5 000 metra
Allar eru öldur þessar sama eðlis, en mismunur
þeirra er aðeins fólginn í mismunandi tíðni þeirra
eða öldulengdum. Tíðnin x öldulengd = hraði.
En hraði þessara aldna er jafn ljóshraðanum eða
um 300 000 km/sek. Hinn sýnilegi hluti litrófsins
skiptist eftir litum, sem hér segir:
Fjólublátt ljós .... 3 800 — 4 300 á
Blátt ljós ........ 4 300 — 4 900 á
Grænt ljós....... 4 900 — 5 600 á
Gult ljós ....... 5 600 — 5 900 á
Rauðgult ljós .... 5 900 — 6 300 á
Rautt ljós ...... 6 300 — 7 600 á
Augu vor eru einskonar móttökustöðvar, er
skynja aðeins geisla innan sýnilega hluta litrófs-
ins. Augu manna eru mjög misnæm fyrir geislum
þessum, en bezt skynja þau geisla með öldulengd-
inni 5 600 á. Af sólargeislum er hitta jörðina, liggja
aðeins um 40% innan hins sýnilega sviðs, 5% á
útfjólubláa sviðinu, en 55% eru innrauðir geislar.
Talið er að um 75—85% af þeirri orku, mældri í
wöttum, sem venjuleg ljósapera tekur, geisli hún
frá sér sem innrauðum geislum með öldulengdinni
7 600—50 000 ángstrom.
Ljós kvikasilfurs-gufulampa (afhleðslulampa)
og natrium-gufulampa koma nær aðeins fram sem
strik á litrófinu, þ. e. hefur að mestu aðeins eina
öldulengd, en ljós venjulegrar ljósaperu þekur
hinsvegar alt hið sýnilega svið litrófsins. Hver
aðal-öldulengd lágþrýsti-lampa er, veltur fyrst og
fremst á því, hve lofttæmi þeirra er mikið. Hinn
mjög svo lági þrýstingur í pípum flúr- og bakter-
iueyðandi lampa (1/100 000 úr atmósferu), orsak-
ar geislun með nær einhliða öldulengd 2 537 á. Sé
þrýstingur pípunnar aukinn, eykst öldulengdin og
jafnframt breikkar geislabandið, þannig að það
tekur yfir samfellt svið í litrófinu í staðinn fyrir
eina lóðrétta línu.
Við skulum nú athuga 3. mynd. D táknar
droselspóluna, K er kveikiræsir, Þ er þéttir tengd-
ur samsíða kveikiræsinum og L er ljóspípan og
sjást skautin í báðum endum hennar. Hlutverk
þéttisins er að auðvelda starfsemi kveikiræsins og
kemur hann jafnframt í veg fyrir útvarpstruflanir.
1) Þegar straum er hleypt á pípuna er fyrst í
stað engin spenna á milli endaskautanna.
Rofinn í K lokast og fer straumurinn um
skautin og hitar þau upp, til þess að auka raf-
eindagæfni þeirra, og má nefna það forhitun.
2) Þegar upphitun skautanna er lokið (venju-
lega eftir 1—2 sek.) opnast rofinn í kveiki-
ræsinum á ný, og er þá upphitunarstraumur-
inn jafnskjótt rofinn. Um leið er fullri spennu
hleypt á milli skautanna, til þess að koma af
stað rafeindastraum frá katóðu til anóðu.
Spenna þessi fær allmikinn augnablikshnykk
frá span-áhrifum drosselspólunnar.
3) Spennumunur er nú eftir allri pípunni, er
8 TÍMARIT RAFVIRKJA