Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Page 13

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Page 13
Rafvirkjastéttin og hinn nýi skipafloti íslendinga Viðtal við Svein Sœmundsson, rafvirkja á m.s. Goðafoss Á síðustu árum hefur íslenzka kaupskipaflotan- um bætzt mörg og glæsileg skip. Þessi nýi floti er gleðilegt tákn um stórhug Islendinga og bjargfasta trú þeirra mátt sinn. Með tilkomu hinna nýju skipa hefur rafvirkjastéttin hafið nýtt „landnám“ ef svo má að orði kveða. Því var spáð er fyrstu skipin í hinum nýja flota komu til landsins, að ekki yrði langt að bíða þar til sjómannastéttinni bættist ný starfsgrein. Sú varð og raunin, því að skömmu eftir að hið nýja skip Eimskipafélags íslands, „Goðafoss“, hóf siglingar, var ráðinn á það raf- virki. Nokkru síðar var einnig ráðinn rafvirki á m/s „Tröllafoss" sem E. I. hafði þá nýverið keypt til landsins. Með hliðsjón af þeirri reynslu sem Eimskipafélagið hafði fengið af starfi þessara raf- virkja, hefur það einnig ráðið rafvirkja á þau skip er síðan hafa verið byggð fyrir félagið, þ. e., m/s „Dettifoss" og m/s Lagarfoss“. Þá hefur Skipaút- lægri, en á nokkrum öðrum stað í Bandaríkjunum, en samt sem áður bætir fyrirtækið hag sinn ár frá ári. Raforkan léttir húsmœðrum störfin. Á fjöldamörgum bóndabýlum í Tenneseedaln- um eru lífsþægindi nú engu minni, en þar, sem þau eru mest í stórborgunum. Raforkan léttir mönnum störf, ekki hvað sízt húsmæðrunum, enda kunna þær ef til vill bezt allra dalbúa að meta raforkuna. Vatnsdælurnar eru nú drifnar af rafmagni, í stað gömlu eldavélanna, eru nú komn- ar nýtízku rafeldavélar og þvottabalinn hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir þvottavélinni Á mörgum býlum eru til frystiskápar og víða annast rafknúin tæki heyþurrkunina. Á síðari ár- um hefur notkun mjólkurkælitækja farið mjög í vöxt meðal bænda og sömuleiðis hafa þeir margir fengið sér hentugar og handhægar þreskivélar. Litlu þorpin í Tenneseedalnum hafa aukizt og eflst svo stórkostlega, að enginn þorði að láta sér slíkt til hugar koma fyrir nokkrum árum síðan. Bærinn Guntersville er gott dæmi um þau skjótu straumhvörf. Áður en TVA byggði Gunterville- stíflugarðinn skammt frá þorpinu, voru íbúarnir bæði fáir og þóttu framtakslausir. Þegar flóðgátt- um stíflunnar var lokað, sáu þeir, sér til mikillar undrunar, að Tenneseefljótið, sem fram að þessu hafði runnið í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þorpinu, breyttist allt í einu í mikið stöðuvatn, og að það stóð nú á bökkum þess. Og ekki leið á löngu áður en þetta litla þorp breyttist í allstórann „hafnarbæ“, og nú hafa íbúar hans fengið á sig orð fyrir dugnað og framfarir. Guntersville hefur, vegna hins nýja samgöngukerfis, komist í siglingasamband við Pittsburg, Chicago og ST. Paul. Til bæjarins er sífellt flutt mergð bifreiða, landbúnaðarvéla, auk benzíns, sem þaðan er síðan dreyft út um sveitirnar. Hið fagra landslag um- hverfis stöðuvatnið laðar árlega þangað ferða- menn svo þúsundum skiptir, og eigendur hinna nýreistu gistihúsa græða á tá og fingri. Framkvœmdir TVA kostuðu 16 milljarða króna. Framkvæmdir TVA kostuðu hvorki meira né minna en 16 milljarða króna. Almennt ríkir samt enginn ágreiningur um það í Bandaríkjunum að þessari geysiháu fjárupphæð sé vel varið. Fyrir fjármagn þetta hafa bændur í víðlendu héraði, sem áður háðu sífellda og örðuga baráttu við náttúruöflin og bjuggu við ótrúlega fátækt, hlotið tækifæri til að framleiða verðmæti, er skapa þeim góð lífskjör og vonir um stórbættan efnahag og vaxandi menningu í framtíðinni. (Þýtt úr sænsku). TÍMARIT RAFVIRKJA 1 1

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.