Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 18
18
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Gröf ). Kalli í Gröf var röskleikapiltur og var stundum til aðstoðar á
Laxfossi, við smalamennskur og þess háttar. Kiddi í Gröf var að því
leyti frábrugðinn öðrum ungmennum að hann var mjög flinkur við
heimilisverk sem karlmenn í sveitinni fengust aldrei við í þá daga, svo
sem pönnukökubakstur. Mátti segja að þar beygðist snemma krókurinn
því að hann lagði seinna fyrir sig veitingarekstur í Reykjavík og varð
athafnasamur á því sviði. Kalli fluttist líka suður og átti þar heima upp frá
því. Mér er minnisstætt að þegar Grafarmæðgin fluttust burt var haldið
uppboð á eignum búsins, skepnum, heyi og búsmunum. Guðmundur
Björnsson sýslumaður var þar mættur í fullum embættisskrúða. Sumir
buðu grimmt í alls konar skran sem ekki þætti til neins nýtt á okkar
dögum. Þetta var viðtekin venja þegar menn brugðu búi og fluttust burt
og ætluðu ekki að stunda sveitabúskap að halda uppboð (sem var kallað
axjón) þar sem eignirnar voru boðnar upp.
Eftir fráfall Marísar fóru að búa í Gröf Björn Gíslason prests í Stafholti
og kona hans Andrína Kristleifsdóttir frá Stóra-Kroppi, náfrænka
Laxfoss-systkina. Þau höfðu áður búið á nokkrum bæjum í Reykholtsdal
og Hálsasveit. Þau fluttust frá Gröf að Sveinatungu í Norðurárdal og
bjuggu þar alla sína búskapartíð upp frá því. Þau voru atorkufólk og
búnaðist vel þó að þau ættu sjö börn, sex dætur og einn son. Ein dóttirin
ólst reyndar upp hjá systur Björns í Reykjavík.
Björn var búfræðingur og vann nokkuð að jarðabótum fyrir aðra.
Man ég að hann plægði eitt þúfnastykki í túnjaðrinum heima og var það
eina stykkið sem ég sá unnið með hestaverkfærum á Laxfossi.
Í Grafarkoti bjuggu Magnús Guðjónsson og Svanborg Oddsdóttir
(ættuð úr Dölum). Magnús var mjög gamansamur og virtist harla
ánægður með sig og lífið þó að ekki væri búið stórt né efnin mikil. Þau
áttu þrjá syni: Odd, Leó og Guðmund og eina dóttur Bergljótu. Auk þess
átti Svanborg eldri son, Kristvin, sem var búsettur fyrir sunnan. Oddur
og Leó (Lói) voru taldir dugnaðarmenn. Lói var eitt sinn vetrarmaður
á Laxfossi og var mjög kátur og gamansamur. Þeir bræður réðust báðir
til Vegagerðarinnar og Oddur fluttist út á Akranes og settist þar að.
Sonur hans er Magnús Oddsson, fyrrverandi ferðamálastjóri. Bergljót
og Guðmundur fluttust til Reykjavíkur.
Í Stóru-Skógum bjó Benjamín Ingimarsson (Bensi í Skógum) og
Rann veig Jónsdóttir. Bensi hafði áður búið í Litla-Skarði og Stapaseli.
Þau Rann veig áttu tvö börn saman: Mörtu sem fluttist ung til Reykja-
víkur og dó þar liðlega tvítug og Ragnar bifvélavirkja sem fluttist til