Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 19
19
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Reykja víkur með foreldrum sínum. Í Stóru-Skógum ólst líka upp Óskar
Rafn sonur Rannveigar sem gerðist verslunar- og skrifstofumaður í
Reykja vík. Talið var að Bensa hefði verið óljúft að flytjast á mölina úr
sveitinni og hefði aldrei notið sín þar. Þó að Bensi væri dugnaðarmaður
búnaðist honum ekki vel í Skógum. Þau Bensi og Rannveig komu oft
að Laxfossi enda var Bensi gamall nágranni og nákunnugur fólkinu
heima. Rannveig kom vel fyrir og var líklega talsvert veraldarvanari en
Bensi. Hannes Sigfússon skáld sem var systursonur hennar lýsir Bensa
eftirminnilega og hlýlega í minningabók sinni Flökkulífi. Í Jafnaskarði
bjuggu Guðbjarni Guðmundsson og Halldóra Þorsteinsdóttir. Þá
voru enn heima börn þeirra: Ásta, seinna kona Daníels Kristjánssonar
skógarvarðar, Guðrún, seinna húsfreyja á Flateyri, Þorsteinn, seinna
bóndi í Jafnaskarði og Sigurgeir, starfsmaður Landssímans. Elsti
sonurinn, Guðmundur, var þá löngu farinn að heiman, starfaði við
útgerð eða fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, efnaðist þar vel og keypti
seinna höfuðbólið Arnarholt í Stafholtstungum og bjó þar stórbúi til
dauðadags en fórst með flugvélinni Glitfaxa á leið frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur 1951. Jafnaskarðsfólk var tápmikið, glaðlynt og söngelskt.
Mikill samgangur var milli Jafnaskarðs og Laxfoss því að Jafnaskarðsfólk
átti oft erindi suður á veg vegna flutninga, m. a. á mjólk sem í fyrstu
var flutt á klökkum, því að ekki var kerrufært milli bæjanna. Man ég
eftir Guðmundi Hjartarsyni frá Litla-Fjalli (síðar seðlabankastjóra) sem
mjólkur pósti – hann var þá vinnupiltur hjá Guðbjarna. Guðbjarna
lá hátt rómur og var hressilegur og ómyrkur í máli. Á Hreðavatni
bjuggu Kristján Gestsson smiður, úr Hörðudal og kona hans Sigurlaug
Daníels dóttir. Synir þeirra voru: Daníel skógarvörður og bóndi á
Gljúfurá og Hreða vatni, Gestur, verslunarmaður í Borgarnesi, Haukur
yfirlæknir á Akranesi og í Reykjavík, Ingimundur bóndi í Heyholti
(hann ólst upp hjá móðurbróður sínum í Svignaskarði) Magnús bóndi
í Norðtungu og Þórður bóndi á Hreðavatni og seinast umsjónarmaður
með orlofshúsum BSRB í Mun aðar nesi. Á Hreðavatni var gestkvæmt
og mikið myndarheimili. Þar átti athvarf síðustu æviárin Jakob
Þorsteinsson bróðir Snorra á Laxfossi eftir að Halla kona hans var
látin og átta börn þeirra komin sitt í hverja áttina, sum látin. Jakob
hafði fyrir alllöngu (1882-1902) verið bóndi á Hreðavatni. Kristján
byggði þar stórt íbúðarhús, líklega stærra en þurfti fyrir heimilisfólkið.
Var þá farið að taka gesti til sumardvalar. Það hafði áður verið gert í
Svignaskarði, á Arnbjargarlæk og í Norðtungu. Þessari ferða þjónustu