Borgfirðingabók - 01.12.2014, Síða 26
26
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Tekjur Faxaflóahafna sf. byggjast á þremur meginstoðum; frakt, fiski
og ferðamönnum. Fraktflutningar er stærsti tekjupóstur í hafnar rekstr-
inum en honum tengjist útleiga á lóðum og húsnæði ásamt sjálfum
hafnargjöldunum. Reykjavík og Akranes eru stærstu verstöðvar landsins,
taldar saman, þegar miðað er við verðmæti aflans. Einnig eru árlega flutt
um 270 þús. tonn af fiskafurðum um Reykjavíkurhöfn. Með aukningu
í komum ferðamanna til landsins, bæði á skemmtiferðaskipum og með
flugi, aukast tekjur þeirra sem sinna t.d. hvalaskoðun frá Reykjavík og
einnig nýtilkomnum ferðum með ferðamenn út á Faxaflóa til að sjá
norður ljósin. Skemmtiferðaskipin gefa einnig beinar og óbeinar tekjur
í hafnar sjóð.
Starfsemi Faxaflóahafna sf. á fjórum stöðum við Faxaflóa er ekki að eins
mikilvæg þeim svæðum sem starfsemin tengist og fer fram á, held ur
hefur þessi starfsemi jákvæð efnahagsleg áhrif á allt íslenska hag kerfið.
HEILDARFLUTNINGUR UM FAXAFLÓAHAFNIR OG FLUTNINGUR AÐ OG FRÁ STÓRIÐJUNNI Á
GRUNDARTANGA Í TONNUM
Ár Vörur til stóriðju Vörur frá stóriðju Annar flutningur um hafnirnar Alls
2005 689,576 219,458 3,702,869 4,611,903
2006 719,312 291,574 3,930,298 4,941,184
2007 980,957 357,680 3,768,643 5,107,280
2008 805,701 445,038 2,964,622 4,215,361
2009 994,165 394,703 2,179,147 3,568,015
2010 1,042,311 363,402 1,750,458 3,156,171
2011 1,110,673 350,452 1,911,599 3,372,724
2012 1,092,338 459,066 1,749,655 3,301,059
2013 1,200,988 422,407 1,872,106 3,495,501