Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 33
33
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Ýmsir hafa orðið til þess að lýsa þjóðhaganum Þórði blinda og verk-
um hans og á þeim heimildum er þessi þáttur að hluta byggður. Einna
fyrstur til þess á opinberum vettvangi var séra Tryggvi Þórhallsson er
um hríð var sóknarprestur í Hestþingum og kynntist Þórði þá allvel sem
sóknar barni. Séra Tryggvi skrifaði m.a. árið 1915:
Heima fyrir er Þórður alveg sjálfbjarga . . . Bæinn og hlaðið þekkir
hann svo vel og man alt svo vel, að hann gengur um sem alsjáandi
maður. Hann man nákvæmlega hvar allir hlutir eru í bænum
og smiðjunni, og þarf ekki annað en að rétta hendi eftir þeim.
Honum þykir gaman að ferðast. Hann er óhræddur og öruggur á
traustum hesti. Einhver þarf að vera í ferðinni, sem gætir vegarins,
og þá ríður Þórður „í loftinu“.5
Þórður Kristleifsson skrifaði rækilega grein um Þórð sjötugan6 og Þor-
steinn Jósefsson færði í letur viðtal við hann nokkrum árum fyrr.7 Þá átti
Gísli Sigurðsson einnig viðtal við Þórð liðlega áttræðan.8 Allir eru þessir
kaflar svo efnisríkir og fróðlegir, hver með sínum hætti, að áhugasömum
lesanda er eindregið bent á þá sem skýrar myndir af Þórði blinda; hér
verður því aðeins vísað til örfárra efnisatriða úr þeim.
Trésmíðar urðu aðal ævistarf Þórðar: „Fyrstu verkefnin mín voru
fólgin í því að gera við bilaða sjálfskeiðunga“, sagði hann, og ennfremur:
Smíðatækin mín voru fábrotin og svo ófullkomin sem verða
mátti. Þau voru hamar, hverfisteinn, þjalargarmur, hnífkuti og
band prjónsbrot. Önnur smíðatól voru ekki til á heimilinu og
svip að var ástandið á næstu bæjum . . . Þannig liðu árin fram um
tví tugsaldur . . . En þá kom skyndilega fyrir atvik, sem hafði mikil
áhrif á mig og smíðastarf mitt í heild. Fyrsta timburhúsið í sveit-
inni var byggt. Og til þess að framkvæma verkið þurfti smiði og
ýmis smíðaáhöld. Þetta þótti mér fengur. Ég lét söðla hest og reið
til Grundar, þar sem húsið var í smíðum. Þar fékk ég að þreifa á
öllum tækjum og ýmsu smíði, því sem mér þótti mest um vert. Ég
5 Tryggvi Þórhallsson: „Þórður blindi“. (1915), 278-279.
6 Vísir Sunnudagsblað 2. júlí 1944; einnig birt í bókinni Borgfirzk blanda I, 1977, 72-81.
7 Þorsteinn Jósepsson: „Smíðað í myrkri“. (1951), 268-280.
8 Gísli Sigurðsson: „Ég klappaði saman lófunum og bergmálið hjálpaði mér að rata“.
(1958), 31-32 og 47.