Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 38
38
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Framan af hafði Þórður aðstöðu
til smíðanna í hjalli, sem stóð
frammi á hlaðinu á Mófellsstöðum.
Það var kuldinn sem var versti
óvinur Þórðar því ef honum
kólnaði á höndunum missti hann
hina næmu tilfinningu og varð þá
að leggja frá sér verkfærin og hætta
störfum. „Ef mikill stormur er,
verður hann líka að hætta verki, því
að hávaðinn glepur fyrir honum“
skrifaði séra Tryggvi17 en heyrn
hafði Þórður afar næma allt til efri
ára: „Ég heyri þegar saumnál fellur
á gólfið, enda þótt aðrir verði þess
ekki varir. Ég heyri hvar hún dettur
og geng þar að henni vísri, enda
þótt sjáandi fólk leiti hennar og
finni ekki“, sagði hann.18
Árið 1926 var reist nýtt íbúðar-
hús á Mófellsstöðum, úr timbri,
það sem enn stendur sem eldra
íbúðar húsið á bænum. Þá fékk
Þórður aðstöðu til smíðanna í kjall-
ara þess þar sem mun betur fór
um hann. „Þessi stofa er mitt eigið
kon ungsríki, þar sem ég einn hef
óskorað vald og drottna“, var haft eftir honum.19 Gluggar kjallarans eru
smáir svo skuggsýnt var þar inni í smíðaherberginu. Það vakti athygli
ungs nágranna að sjá Þórð standa þar í rökkrinu við smíðar sínar,
starfandi með eggjahvöss verkfæri sín og beitt blað bandsagarinnar á
flugaferð sem væri hann alsjáandi.20 Hér má geta þess að Þórður smíðaði
alla glugga sem og innihurðir og fleira í íbúðarhúsið á Mófellsstöðum og
hefur sú smíði dugað til þessa.
17 Tryggvi Þórhallsson: „Þórður blindi“. (1915), 279.
18 Þorsteinn Jósepsson: „Smíðað í myrkri“. (1951), 269.
19 Þorsteinn Jósepsson: „Smíðað í myrkri“. (1951), 277.
20 Davíð Pétursson í samtali við BG 27. apríl 2014.
Bjarni á Mófellsstöðum, bróðursonur
Þórðar, telur þennan skáp mestu ger
sem ina sem Þórður smíðaði en skápinn
smíðaði hann fyrir Ólínu systur sína.
Þórður tálgaði súlurnar með vasahníf
sínum eftir að hafa þreifað á slíkum
skáp hjá nágranna. (Ljósm.: Guðrún
Jónsdóttir).