Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 41
41
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
sátunum í hlöðunni á meðan, gerði upp reipin og beið eftir næstu
lestarferð; hafði reipin öll uppgerð með afgjörð og öllu saman, svo
þau gætu farið aftur fyrir næstu bindingu. Síðan jafnaði hann til
í hlöðunni alveg út að veggjum og allt jafnt. Og þarna beið hann
svo rólegur, og spurði okkur, sem vorum hjá honum, hvað næstu
lest liði. Þá sögðum við honum til að mynda að hún væri komin
upp að Kaldárbakka; já, þá færi hún að verða komin, sagði hann.
Þá vissi hann svo vel hvar Kaldárbakki væri, hann var, eins og
maður talar um núna, túnið fyrir neðan veg. Þar voru rústirnar af
Kaldárbakka, sem var gamalt býli. Þá átti lestin eftir svona 8-10
mínútur heim.
En gekk Þórður að slætti?
Nei, hann gerði það ekki, en hann hafði mikið að gera við am-
boðin, alveg hreint, bæði að smíða og laga. Eftir að hann fékk
bandsögina var það iðulega að hann smíðaði svona 6-8 klyf-
bera á hverju sumri. Menn víða fengu klyfbera hjá honum og
til gamans má geta þess að Guðmundur heitinn Stefánsson á
Fitjum fór á safnið í Skógum og þar sá hann einn klyfbera sem
Þórður hafði smíðað. Og á hverju ári heflaði hann fleiri fleiri
hrífusköft. Það var til að mynda alveg fastur liður við messu á
Hvanneyri á hvítasunnu, að Guðmundur á Hvítárbakka, sem var
umsvifabóndi, bað Þórð um tíu hrífusköft. Þetta gerðist sumar
eftir sumar. Og það var, vil ég segja, heldur ógætilega farið með
hrífurnar hjá Guðmundi, því þegar hann var að raka saman heyinu
þá einhvern veginn festi hann hrífurnar aftan við rakstrarvélina til
þess að raka betur túnið. En það mátti náttúrulega engu muna,
því þá bara brotnuðu sköftin, en 10 sköft á hverju einasta sumri
smíðaði hann fyrir Guðmund.
Þórður fékk smíðaefnið einkum hjá Timburverzluninni Völ-
undi. Þeir voru farnir að þekkja það að ekkert þýddi að bjóða
Þórði annað en þurrkað efni og kvistalaust. Og hann fékk borð-
viðinn þar og passaði líka upp á það þegar hann var að saga efnið í
hrífusköftin að það væru ekki kvistir. Hann fann það auðveldlega.
Nagla, skrúfur og fleira járnkyns keypti hann hjá G.J. Fossberg,
Málningu og járnvörum og svo náttúrulega hjá Brynju á
Laugaveginum. Verslunarmennirnir þekktu Þórð og tóku honum
vel. Úr buddu sinni greiddi hann vörurnar, hann þekkti peningana