Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 72
72
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Kristínar Ágústu Ólafsdóttur þjóðlagasöngkonu og fjölda hljóðfæraleikara.
Þeir voru haldnir í Reykholtskirkju sunnudaginn 3. mars kl. 20. Þar
flutti Kristín íslensk þjóðlög og þulur, sem hún hafði safnað og rann-
sakað fyrir um 30 árum og Atli Heimir Sveinsson útsett fyrir hana.
Þessa tónleika flutti Kristín á Siglufirði á þjóðlagahátíð sumarið 2011
og kallaði Stássmeyjarkvæði. Flutning sinn skreytti hún með fróðleik af
ýms um toga, sem hún hafði aflað sér við rannsóknina fyrir margt löngu.
Stjórn andi þessa merkilega framlags, var Gunnsteinn Ólafsson, með liðs-
styrk eftirtaldra hljóðfæraleikara: Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Elín Rún
Birgisdóttir fiðla, Ásdís Runólfsdóttir víóla, Kristín Lárusdóttir selló,
Alex andra Kjeld kontrabassi, Berglind Stefánsdóttir flautur, Össur Ingi
Jóns son óbó, og enskt horn, Grímur Helgason klarinett, Judith Þor-
bergs son fagott, Jóhann Björn Ævarsson horn, Óðinn Melsteð trompet,
Ingi björg Guðlaugsdóttir básúna, Sophie Marie Schoonjans harpa, Páll
Eyjólfsson gítar, Svanhildur L Bergsveinsdóttir slagverk og Hall dór
Eldjárn slagverk. Segja má að þarna hafi íslenskur menningararfur stigið
skemmtilega fram í sviðsljósið og notið verðskuldaðrar athygli.
Tónlistarfélagið hefur eignast marga vini á löngum starfsferli en
full yrða má að fremstur meðal jafningja í þeim hópi standi Jónas Ingi
Að afloknum tónleikum Jónasar Ingimundarsonar og Þóru Einarsdóttur í Reykholts
kirkju. F.v.: Jónína Eiríksdóttir, Jónas, Þóra og Steinunn S. Ingólfsdóttir.