Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 84
84
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
SVÍÞJÓÐ
Árið 1976 flutti Ása til Svíþjóðar og fór í Konstindustriskolan Göteborgs
Universitet og var í skólanum til ársins 1978. Tinna var þá að byrja í
skóla og strax og skóla lauk hjá Ásu tók hún á leigu vinnustofu ásamt
nokkrum öðrum sjálfstætt starfandi myndlista- og textíllistakonum. Á
Svíþjóðarárunum vann Ása eingöngu að listinni, hugmyndirnar flæddu
um huga hennar og hönd og urðu að teikningum og skissum, sem hún
vann í vef eða verkum sem unnin voru með blandaðri tækni. Árið 1981
hélt Ása myndvefnaðarsýningu á Kjarvalsstöðum og í Rhösska Museet í
Sviþjóð. Í boðskorti sem hún sendi út, lýsti hún vinnu sinni á verkunum
á eftirfarandi hátt:
Með þessari vinnu minni, sem ég sýni á Kjarvalsstöðum trúi ég
því að ég hafi verið að tvinna eigin lífsþráð í vefinn. Ég hef horft
til baka á seinustu tvö ár, skoðað myndir frá þessu tímabili og
tengt þær við atburði í lífi mínu. Ég á þessum myndum mikið að
þakka, þær hafa verið mér mjóar hengibrýr yfir mórauð stórfljót
sem ég varð að komast yfir. Að baki er dauðinn, framundan
lífið. Finna til, horfa inn á við. Líta út, yfir sjóinn, sjá fjöllin,
jökulinn og sólarlagið, fanga augnablikið. Horfa út, sjá þokuna,
rigninguna. Horfa inn, finna grámann. Horfa út, glytta í jökul,
finna innri orku. Alltaf að teikna. Taka fram garn, hart garn,
mjúkt garn, þukla á því með höndum og augum. Tvinna saman
marga fína loðna þræði á snældu og leggja harðan hör með. Vinda
band upp í hespur og lita þær, gera þær að þoku og myrkri. Búa
til uppistöðu. Þræða í skeið. Setja uppistöðuna í vefstólinn. Þræða
hvern þráð í hafald og tönn, hnýta fram og spenna. Klippa vefinn
úr stólnum, flétta þræði, spenna myndina, úða hana með vatni,
láta þorna. Festa borða, kaupa spýtur, saga í lengdir. Rúlla verkinu
upp, pappír utanum, setja myndina hjá hinum upp á skápinn.
Byrja svo aftur.
Eins og fram kemur sótti Ása innblástur til nátttúrunnar í vefnaðar verk-
in sín og eins og hún segir í sýningarskránni lítur hún út yfir sjóinn,
sér fjöllin, jökulinn og sólarlagið, fangar augnablikið o.s.frv. Hún fann
hvern ig tilfinningar hennar og innri orka umbreyttu landslaginu í henn-
ar eigin sköpun sem hún síðan vefur í verk sín. Á Svíþjóðarárunum óf