Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 98
98
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
skráð ar og kortlagðar í þessum tilgangi á undanförnum árum, rann sak-
aðar og merktar og eru orðnar fjölfarnar leiðir ferðamanna sem leita
eftir einfaldri útivist, þekkingu á menningu og lífi liðinna kynslóða og
and legri upplifun.
Á vegum Norðurlandaráðs hefur um árabil starfað sérstök nefnd um
náttúruvernd og útivist. Að frumkvæði Norðmanna skipaði hún árið
1998 undirnefnd til að fjalla um gamlar þjóðleiðir og hvernig mætti
tengja þær við útivistaráhuga almennings. Undirnefndin tók saman
skýrslu sem gefin var út á vegum Norðurlandaráðs árið 1998 undir
heit inu På vei mot år 2000 – friluftsliv og opplevelse langs gamle
ferd selsårer.
Í skýrslunni er hvatt til þess að gamlar þjóðleiðir verði rannsakaðar,
merktar og komið á framfæri sem áskorun til útivistarfólks. Þar er
miðlað upplýsingum og ráðleggingum sem talið er að geti komið að
gagni. Að auki er greint frá nokkrum þjóðleiðum sem þegar hafa verið
rann sakaðar, merktar og gerðar aðgengilegar ferðamönnum. Meðal
þeirra er gömul þjóðleið milli Óslóar og Niðaróss, rúmlega 900 km
löng leið. Sú leið var kynnt almenningi og opnuð með mikilli viðhöfn
árið1999 af krónprinsi Noregs og vakti mikla athygli.
Ólafur Haraldsson konungur, sem féll í orrustunni við Stiklastaði
árið 1030, var jarðsettur í Niðarósi og tekinn í dýrlingatölu. Mikill
fjöldi pílagríma frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Englandi lagði leið
sína að gröf hans öldum saman og var ein fjölmennasta pílagrímaleið
í Evrópu. Leiðin lá suður eftir öllum Noregi og víða var ráðist í vega-
bæt ur af margvíslegum toga. Ástæða þess að þetta verkefni var nefnt í
skýrslu nefndar Norðurlandaráðs er einkum sú, að þetta þótti vel og
fag mannlega skipulagt og hafði þá þegar verið hrint í framkvæmd með
góð um árangri.
Fulltrúi Íslands í undirnefndinni var Ragnar Frank Kristjánsson, þá
starfs maður Náttúruverndar ríkisins, nú kennari við Landbúnaðar há-
skól ann á Hvanneyri. Hann kynnti starf nefndarinnar og skýrslu henn ar
fyrir fulltrúum Biskupsstofu, Ferðafélagi Íslands, Náttúruvernd ríkis ins
og Þjóðminjasafni Íslands og hvatti til þess að ráðist yrði í svipað verk-
efni hér á landi. Meðal þeirra leiða frá elstu tíð sem helst þóttu koma
til greina að varðveita voru svonefndar biskupaleiðir, þingvegir, presta-
götur og vermannaleiðir og voru þátttakendur í umræðunni um þetta
mál sammála um, að vel væri við hæfi að setja sér sem viðfangsefni að
merkja einhverja þeirra í tilefni kristnitökuhátíðarhaldanna árið 2000. Í