Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 100
100
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Miðað var við að nota mætti merkið með ýmsum hætti til að leið beina
göngumönnum, bæði með úthöggnum leiðarsteinum á Þingvöllum og
í Skálholti. Einnig var gerð látúnssteypa af merkinu sem komið var fyrir
á tveimur stöðum á leiðinni milli Þingvalla og Skálholts. Fyrirhugað
var að merkið yrði málað með skapalóni á jarðfasta hæla eða steina á
leiðinni, en ekki hefur af því orðið ennþá.
Merkin á leiðinni voru staðsett með GPS punktum og leiðin færð inn á
landakort. Árið 2000 gaf svo Ferðafélag Íslands út myndarlegan bækling
eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur með heitinu Leiðir Skálholtsbiskupa
um Lyngdalsheiði en þar er leiðunum lýst ítarlega og fjallað um þær
frá ýmsum hliðum. Menningarsaga leiðanna er rakin og náttúrufari
Lyngdalsheiðar lýst.
Sumarið 2002, í júlímánuði efndu sr. Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskup í Skálholti, sr. Bernharður Guðmundsson rektor í Skálholti, dr.
Pétur Pétursson prófessor og fleiri til fyrstu pílagrímagöngunnar milli
Þingvalla og Skálholts. Hún var gengin í tveimur áföngum, frá Þing-
völlum að Apavatni og daginn eftir frá Apavatni að Skálholti. Hún hefur
síðan verið gengin árlega á Skálholtshátíð.
Fjöldi þeirra sem tekið hafa þátt í göngunni hefur aukist með árunum
og orðið allnokkrum innblástur til pílagrímagangna á Norð ur löndum
og jafnvel frá Frakklandi hina löngu leið til Santiago de Compo stella í
Galisíu á Norður-Spáni.
III - PÍLAGRÍMAGÖNGUR Í BORGARFIRÐI
Árið 2008-2009 hafði kirkjubóndinn á Fitjum, Karólína Hulda Guð-
munds dóttir frumkvæði að því að merkja leið yfir Síldarmannagötur frá
Hvalfjarðarbotni að Fitjakirkju og efnt til slíkrar göngu í júní 2009, sem
var sýndur mikill áhugi. Hún hefur síðan staðið fyrir slíkri göngu árlega.
Árið 2011 komst það svo til tals milli sóknarprestanna í Stafholti,
Reyk holti og á Hvanneyri að það yrði tilraunarinnar virði að efna til
píla grímagangna í prestaköllunum. Í mars 2011, í upphafi lönguföstu,
réð ust þeir svo í það sameiginlega verkefni að hefja göngur milli kirkn-
anna í prestaköllunum þremur og var fyrsta gangan farin frá Stafholti
að Hjarðar holti og síðan gengið á sunnudögum milli tveggja kirkna og
endað á Hvanneyri. Þátttaka var það góð að á lönguföstu ári síðar voru
aftur skipulagðar göngur af sama tagi og bryddað upp á nýjum leiðum,
m.a. tvær göngur um Mýrar og reynt að þræða gamlar kirkjugötur. Þátt-