Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 130
130
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
og fluttu þangað. Með þeim flutti
að Hvammi vinnuhjúið Helga
Jónsdóttir, sem ráðist hafði í vist til
þeirra að Síðumúla til að geta verið
samvistum við Ingvar son sinn.
Þann 20. apríl 1911 fæddi Helga
dótturina Ingibjörgu og var faðir
henn ar Sigurður bóndi. Ingibjörg
giftist í fyllingu tímans Guð mundi
Böðvarssyni bónda og skáldi á
næsta bæ, Kirkjubóli. Röskum 10
mán uðum eftir fæðingu hennar,
þann 27. febrúar 1912 ól Helga
hús bónda sínum tvo syni að Skild-
inganesi í Skerjafirði, en þar gerðist
hún mjaltakona eftir að hafa verið
hrakin úr Hvítársíðu á með göngu tímanum. Böðvar Guðmundsson
dóttursonur Helgu hefur í skemmti legu söngljóði (Ömmuvísum) lýst
því hvernig vinnukonur í sveit þurftu að lúta húsbónda sínum í hvívetna.
Sagt er að hún hafi aldrei litið um öxl þegar hún reið burt úr Síðunni og
taldi hana ljótustu sveit í heimi, a.m.k. í Borgarfirði og bjóst ekki við að
koma þangað aftur eða sjá eldri tvö börn sín framar, en þau urðu eftir
í Hvammi og ólust upp hjá Þuríði og Sigurði við blíðu og gott atlæti.
Helga átti þó eftir að koma aftur í Hvítársíðu og dvelja langdvölum hjá
Ingibjörgu dóttur sinni á Kirkjubóli.
Helga var örsnauð og allslaus, átti engan að. Þrátt fyrir annálaðan dugn-
að og ósérhlífni gat hún ekki séð fyrir sér og tvíburunum. Félagsleg
aðstoð var ekki í boði á þeim árum. Hún varð að láta annan soninn,
Guðmund eða Kristin frá sér. Það varð úr að Guðmundur skyldi alast
upp hjá föður sínum í Hvammi og fór hann þangað í stuttan tíma.
Að beiðni húsfreyjunnar þar og fyrir milligöngu nöfnu hennar, Þuríðar
Sigurðardóttur á Haukagili, ásamt góðu innræti forsjónarinnar eins og
Guðmundur sagði sjálfur, fór hann á fyrsta ári í fóstur til vinafólks Þuríðar
á Haukagili, barnlausra hjóna í Borgarnesi, Magnúsar Sigurðssonar frá
Heyholti og Steinunnar Árnadóttur frá Narfastöðum. Þau ólu hann upp
sem sinn eigin son við mikið ástríki og dekur. Hann var þeim hjón-
Sigurður í Hvammi, faðir Guðmundar.