Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 134
134
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
námi í Þýskalandi sýndi Minsta samvinnufélagið s.f. revíu í Borgarnesi,
sem þótti mikill viðburður. Hét hún Héraðssaga Borgfirðinga og var í
þremur þáttum. Höfunda er ekki getið í leikskrá en Jón Sigurbjörnsson
leikari og söngvari úr Borgarnesi lék í þessari sýningu. Hann man vel
eftir þessari revíu og segir að einhverjir, ef ekki allir söngtextar hafi verið
eftir Guðmund Sigurðsson.
En þekktastur var Guðmundur fyrir revíur sem hann samdi síðar, annað
hvort einn eða í samvinnu við aðra. Sú fyrsta „Svartur á leik“ var eftir
hann einan. Hún var sýnd lengi fyrir fullu húsi í Austurbæjarbíói árið
1956 við fádæma vinsældir. Þar voru líka miklir listamenn á sviði, t.d.
Guð mundur Jónsson óperusöngvari og leikararnir Benedikt Árnason,
Lárus Ingólfsson, Steinunn Bjarnadóttir, Karl Guðmundsson, Nína
Sveins dóttir, Emilía Jónasdóttir, Bessi Bjarnason, Valdimar Helgason,
Hjálm ar Gíslason o.fl. Leikstjóri var Rúrik Haraldsson. Á frumsýningu
ætl aði allt um koll að keyra þegar höfundurinn var klappaður fram á
svið.
Á eftir fylgdu revíurnar Gullöldin okkar, Tunglið, tunglið taktu mig (í
félagi við Harald Á. Sigurðsson leikara), Rokk og rómantík, Kleppur
hraðferð, (í samvinnu við Bjarna Guðmundsson blaðafulltrúa) auk
fjölda styttri gamanþátta og söngtexta fyrir útvarp og ýmsa aðila. Allar
þess ar revíur vöktu mikla athygli og voru sýndar við góða aðsókn um
nokk urra mánaða skeið.
Um árabil samdi hann skemmtiþætti sem fluttir voru á Arnarhóli 17.
júní og í útvarpinu á þrettándakvöld. Þessi kveðskapur allur líður fyrir
að vera mjög staðbundinn í tíma og flestir búnir að gleyma þeim mönn-
um og atburðum sem hann yrkir um. Hér er því um hreinræktaðan
tæki færis kveðskap að ræða sem venjulega deyr þegar tilefnið er gleymt.
En þessi kvæði föður okkar eru verulega vel gerð og bera þess augljós
merki að þar heldur ákaflega hagmæltur maður um penna og hefur
brag fræðina á valdi sínu.
Hann þýddi talsvert af ljóðum, aðallega úr þýsku, t.d. eftir Heine og
fjölda söngljóða eftir Bertolt Brecht. Hann sagðist vera trúleysingi, en
íslenskaði fallegan sálm sem er prentaður í íslensku sálmabókinni (Ljós
ertu lýði, lífsins í stríði) og sérhvert sálmaskáld hefði getað verið stolt af