Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 147
147
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
í Hljóðsmiðjunni í Hveragerði undir styrkri stjórn Péturs Hjaltested. Í
áðurnefndu viðtali kemur fram að helstu áhrifavaldar Heimis í tónlist-
inni séu sveitir á borð við Trúbrot, Pink Floyd, Deep Purple, Yes og fleiri.
Vissulega má greina áhrif slíkra sveita á tónlistina en þó má líka segja að
ferskar hugmyndir flæði um því hér er vel vandað til verks, bæði hvað
varðar efnið sjálft og ekki hvað síður flutning þess. Það er dálítið gam an
að velta fyrir sér í héraðsriti þessu hversu margir Borgfirðingar koma
að hljóðfæraleiknum. Það er þó kannski ekki skrýtið í ljósi þess hversu
margir ungir tónlistarmenn úr héraðinu leggja stund á hljóðfæraleik –
bæði innan héraðs og utan.
Heimir leikur sjálfur á píanó, hljómborð ýmisskonar og Hammond-
orgel, félagi hans úr hljómsveitinni Eldberg Jakob Grétar Sigurðsson
frá Varmalæk leikur á trommur, Þórður Helgi Guðjónsson frá Furu-
grund í Reykholtsdal plokkar bassann, Inga Björk Bjarnadóttir frá
Borg ar nesi blæs í saxófón í einu lagi og hinn kunni tónlistarkennari
í Reyk holtsdalnum, Ólafur Flosason, leikur á enskt horn í sama lagi.
Pétur Björnsson frá Hvanneyri grípur í fiðluna sína í laginu Lognið sem
inni heldur sjálfsagt einhvern stysta dægurlagatexta sem út hefur komið
á plötu enda orðunum þar sjálfsagt ætlað að fylla inn í heildarmyndina
frekar en að söngurinn sé aðalatriðið. Þá ljær Heiðmar Eyjólfsson frá
Hlíð í Hvalfjarðarsveit lokalagi plötunnar raddbönd en Heiðmar ásamt
rytma parinu Jakobi og Þórði og lagasmiðnum Heimi skipa Quartett
Heimis Klemenzsonar sem leikið hefur víða síðustu misseri og mun
koma til með að fylgja plötunni eftir. Þess má geta hér að hljómsveitin
lenti í þriðja sæti í kóverlagakeppni á Rás tvö, þar sem flutt voru lög
rokkarans Neil Young í tengslum við tónleika kappans hér á landi
í júlímánuði. Sveitin flutti sína útgáfu af laginu Looking for a leader
en alls bárust um 70 lög í keppnina. En aftur að plötunni; fleiri góðir
leggja hér hönd á plóg, Páll Sólmundur Eydal fer fimum fingrum um
gítarinn og öðrum söng en áður er getið skipta Rakel Pálsdóttir og Elvar
Örn Friðriksson á milli sín. Þá koma Garðar Eðvaldsson saxó fón leikari
og Elvar Bragi Kristjóns son trompet leikari við sögu í tveim ur lögum.
Baldur Kristjánsson á svo heið ur inn af teikningum og hönn un um-
slagsins.
Það er full ástæða til að óska Heimi til hamingju með þessa plötu sem
vinnur á við hverja hlustun rétt eins og góð tónlist á að gera og vonandi
ná lögin hans eyrum hlustenda, það eiga þau svo sannarlega skilið.
SIJ