Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 151
151
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
slík um degi, sem mér er einkar minnisstæður, þó að sjálfsagt renni hann
að einhverju leyti í minningunni saman við aðra bræður sína.
Ég get mér þess til, að nú séu þeir ekki orðnir mjög margir, sem hafa
kynnzt af eigin raun engjaheyskap, eins og hann var stundaður fyrir
túnræktar- og vélaöld. Þegar menn urðu í sveita síns andlitis að losa hvert
strá á misgreiðfærum engjum, með orfi og ljá. Helzta tækni byltingin
við heyskap, sem eitthvað kvað að, allt frá forn öld, fólst í því að presti
austan fjalls datt í hug á nítjándu öld að smíða hólka úr járngirði til að
halda ljánum í orfinu, í stað þess að binda hann við það með þvengjum!
Hér á Gilsbakka taldist það þokkalegt gras, ef tíu kaplar af þurru
heyi lágu eftir fullorðinn sláttumann á dag. Ég man þó eftir átján hesta
dags ljá eftir einn mann hér á mýri. Faðir minn var alinn upp á Húsafelli,
þar sem víða er snögglent og harðlent. Þar þótti, sagði hann, þokkaleg
eftir tekja fimm hestar eftir manninn á harðvellisgrundum. Síðan þurfti
að raka ljána saman með hrífu á þessu sama misþýfða landi, í flekk ef
þurrk laust var, en ef þurrkur var, í fangahnappa, þar sem heyið full þorn-
aði og mátti binda beint úr, þegar hirt var. Þegar að því kom, var heyið
sett á reipi og bundið í hæfilega bagga, sem síðan var snarað til klakks
á reiðings hestum og fluttir heim. Þá voru bindingadagar. Ég finn ilm
þeirra enn í vitum mér við að hugsa til þeirra.
Þetta sumar, 1933, fyrir sjötíu árum vorum við frændur tveir hesta-
smalar hér, á sama árinu, en þó var hann alltaf ári eldri á sumrin, fæddur
í júní og því orðinn níu ára, en ég varð það í september. Við vorum
þeir fyrstu, sem vaktir vorum þennan dag, kannske reyndar þeir einu,
sem þurfti að vekja. Þetta var glaðbjartur morgunn, og dagurinn tekinn
snemma, því nú átti að binda framan af Blettum, en þær engjar voru
fjærstar, og aldrei hægt að fara nema sjö ferðir á dag, þó alltaf væri
keppzt við. Ég hugsa að við höfum verið vaktir um hálfsjö til að sækja
hrossin, fengum okkur mjólkursopa, brauðbita í nesti og lölluðum af
stað með sitt bandbeislið hvor á öxlinni. Hrossin voru spölkorn í burtu,
svona þriggja kortéra gang fyrir okkar stuttu lappir, en þegar við vorum
komnir til þeirra og búnir að beizla okkur hest og komnir á bak, þá tóku
hrossin sprettinn heim og þá voru þau nú ekki nema svona fimm til tíu
mínútur heim að hliði. Ég segi þau, því ekki var það nú alveg alltaf sem
við urðum samferða þeim. Varla kom fyrir að ekki dytti amk. annar af
baki, og komum þá tvímennandi heim, en stundum duttu báðir og varð
þá lengra á milli okkar og hrossahópsins, stundum búið að beisla þegar