Borgfirðingabók - 01.12.2014, Qupperneq 152
152
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
við komum. Í þetta sinn gekk nú allt vel og milliferðamennirnir komn ir
að hliðinu með múlana á klárana, þegar við komum. Við hjálpuðum til
að beisla og trossa hestana saman, hnýta í stert, meðan ekki var búið að
leggja á, en þeir fullorðnu lögðu reiðingana á. Líklega hefur verið borið
á fjórtán þennan dag og fóru tveir á milli, ríðandi að sjálfsögðu. Í hinum
hefðbundnu sjö ferðum af Blettunum hafa því komist heim 98 kaplar.
Ég man þó, að fyrir kom að fengnir voru að láni Kolsstaðahestarnir,
þegar reitt var af Blettunum, ef þeirra þurfti ekki með þar heima, og
hefur þá líklega verið borið á rúmum tuttugu. En ekki held ég að það
hafi verið þennan dag.
Um svipað leyti og við lögðum af stað fór bindingafólkið á engjarnar.
Það var vant að snara á bak sér reipakippum, sem dugðu eitthvað rúm-
lega á fyrstu ferðina og tók strax til við að binda, þegar á engjarnar
kom. Vel má þó vera að búið hafi verið að þessu sinni að fara með reipi
fram eftir daginn áður, því alltaf var farið ríðandi á engjar þangað og þá
stund um reitt undir sér eitthvað af reipum og geymd í engjatjaldinu, svo
þau blotnuðu síður.
Það voru hafðar hraðar hendur við að leggja á hestana reiðingana.
Hver klár átti sinn reiðing og þeir voru látnir í rétta röð, þegar sprett
var af hverju sinni. Það skipti miklu máli, því fyrstu milliferðirnar á
sumr inu fóru dálítið í að finna hvernig bezt fór á hverjum hesti, en að
því búnu hélzt sú tilhögun sumarlangt. Þegar lagt var á lestina, girtu
jafn an tveir hvern hest, annar miðgjörðina, hinn brjóst- og náragjarðir,
sem voru sömu megin. Það var talið níðingsverk að þrír girtu hestinn í
senn. Þegar búið var að leggja á, voru hestarnir leystir úr sterti á þeim
næsta á undan og múltaumurinn hnýttur í bogabandið, sem var utan
um klyf berabogann. Þá var reipakippum snarað á klakka á einhverjum
af fremstu hestunum og siglt af stað.
Líklega hefur tíminn eftir að lestin fór í fyrstu ferðina og þar til hún
kom heim aftur, farið í að reka kýrnar á haga og moka flórinn, en síðan
beið okkar að „vera í hlöðunni“, sem svo var kallað. Sá sem þessu sinni
var aðal maður í því starfi, var piltur á sextánda ári, en við litlu strákarnir
vor um að velta inn sátunum og gera upp reipin, eftir að búið var að leysa
úr í hlöð unni og „hnýta saman“, hnýta reipin saman í pör, og síðast „að
kippa reipin“ þ.e. búa til kippur úr pörunum, sennilega í þessu tilviki
fjórar kippur. Þegar ekki var borið á nema tíu, voru bara tvær fimm
para kippur. Oft vorum við líka látnir teyma lestirnar af stað, þegar
búið var að taka ofan, meðan milliferðamenn fengu sér kaffi og sóttu í