Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 153
153
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
bæ inn mat eða kaffi handa fólkinu, sem var í heybandinu á engjunum.
Bindingamaður var Jón Jóhannesson frá Auga stöðum, sem hér var lengi;
afreks maður við það verk, röskur til alls og verklaginn, komst í að renna
utan að hundrað og sextíu hestum yfir daginn, þegar bezt gekk, en
fékk alltaf þriggja pelaflösku af svörtu kaffi með hverri ferð, hvort sem
engjavegur var lengri eða skemmri.
Fleira var nú um að vera þennan dag. Á nágrannabænum Þorvalds-
stöð um bjó þá Lingný Sigurðardóttir. Tengdasonur hennar, Gísli Guð-
munds son var vörubílstjóri og vann þá í Reykjavík, en kom uppeftir
stöku sinnum, enda var kona hans og börn þar á Þorvaldsstöðum. Nú
var von á honum með vörubílinn, því daginn áður hafði verið smalað á
Þor valdsstöðum og rekinn út að Gilsbakka lambahópur, kannske 30-40
lömb, sem Gísli ætlaði að flytja til sumarslátrunar í Reykjavík. Gilsbakki
var þá innsti bær í sveitinni, þar sem fært var heim til að taka fé á bíl
og því voru lömbin rekin hingað. Þeim fylgdi Markús Jónsson, sem þá
var orð inn aldraður maður og átti þá heima hjá Lingnýju, sérkennilegur
mað ur, sem margt var skemmtilegt haft eftir og ekki gleymist þeim,
Heybandslest. Sigurður Snorrason bóndi á Gilsbakka teymir lestina.