Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 159
159
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
unnið saman, skiptst á skoðunum, miðlað reynslu og jafnvel selt muni
sína. Um leið yrði gömlu handverki haldið til haga en nýtt á nútímalegan
hátt. Einnig yrði þetta til að gefa áhugasömu fólki tækifæri til að hafa það
skemmtilegt við vinnu sína og jafnvel rjúfa einangrun þeirra sem ekki
höfðu aðstæður til að deila áhuga sínum á handverkinu með öðrum.
Frá upphafi var það haft að leiðarljósi að sá staður yrði að gera ríkulegar
gæðakröfur á vörurnar og hefur það leiðarljós flutt Ullarselið á þann stað
sem það er í dag, fremst meðal jafninga.
Mikil vinna var framundan en ef vel tiltækist þá yrði hún sannarlega
þess virði. Er það mér mikil ánægja að segja að þessi grunnvinna hefur
borið ríkulegan ávöxt og er stolt allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn.
Byrjað var á að hafa samband við alla þá sem höfðu tekið þátt í
spunanámskeiðunum og bjuggu á Vesturlandi. Þar var hugmyndin
kynnt. Undirrituð heimsótti alla, sem tóku hugmyndinni vel. Markmiðið
var að fá undirskrift þeirra á blað, þar sem skólayfirvöld voru hvött til
að láta þeim í té húsnæði undir vinnustofu. Þarna var keyrt lengst upp
í Borgarfjarðardali, vestur í Dali, suður fyrir Heiði og út á Snæfellsnes
á tveimur dögum til að heimsækja um 30 manns. Áhuginn var mikill
og hugur í fólki. Þetta var fyrst og fremst gert til að átta sig á hver
áhuginn var og hvort hann væri eitthvað til að byggja á. Eins og við
mátti búast fékk þessi áskorun jákvæðar undirtektir hjá skólayfirvöldum
og til bráðabirgða fengum við aðstöðu á skörinni, þar sem námskeiðin
voru haldin. Lofað var að síðar fengjum við hentugra húsnæði, sem svo
varð, á jarðhæð gamla Bútæknihússins þar sem það er enn. Síðar bættust
við fleiri vistarverur sem Ullarselið fékk til afnota.
Eftir að búið var að fá undirskriftirnar fór hópurinn í fróðleiksferð
suður í Þingborg í Flóa sem stofnað hafði verið árinu áður, 1991. Þar
fóru Helga og Hildur yfir þeirra reynslu og á heimleið var enn meiri
hugur í farþegum rútunnar.
Fyrsti fundur vinnustofunnar var haldinn á opnunardegi nýja Bú-
tækni hússins á Hvanneyri, 23. október 1992 og telst sá dagur stofndagur
Ullar selsins.
Byrjað var á að hittast einu sinni í viku og unnið að hugmyndum
að vörum og nafni á félagið. Eftir margskonar vangaveltur var tillaga
undir ritaðrar valin og hefur það nafn, Ullarselið, unnið sér fastan sess
sem staður, er selur gæðahandverk á sanngjörnu verði.
Eitt af því sem unnið var að á upphafsdögum Ullarselsins var að
hanna merki (logo) Ullarselsins. Haldin var hugmyndasamkeppni og