Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 160
160
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
voru leirlistakonurnar Elísabet Haraldsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir
fengnar til að fara yfir hugmyndir. Varð hugmynd Philippe Richart
hlut skörpust þ.e. halasnælda með spunnin þráð. Hann hannaði einnig
kynn ingarbækling með mjög sérstöku lagi, burstabæjarsniði, sem vakti
ávallt athygli fólks.
Til að fjármagna verkfærakaup og til að laga aðstöðu var sótt um styrk
til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Byrjað var á að kaupa fjóra rokka
og eina kembivél. Síðar var sótt um styrk til Félagsmálaráðuneytisins
úr svokölluðum Jóhönnusjóði og með þeim styrkjum voru keyptir m.a.
stólar, fleiri rokkar, kembivélar, skilrúm og fleira. Þessir styrkir voru
okkur afar mikilvægir.
Misjafnt var hversu auðvelt fólk átti heimangengt og kom Sveinn
með þá hugmynd að kaupa rokk og kembivél (fjögur pör) á hvert svæði
á Vesturlandi til að fólk hefði möguleika á að fá tækin heim. Gafst þetta
vel og var pörunum dreift á Borgarfjarðardali, Dalina, Snæfellsnesið
og sunnan Heiðar. Voru fundnir ábyrgðamenn fyrir hvert par á hverju
svæði og gekk þetta vonum framar. Þegar kennsla var, voru tækin kölluð
inn.
Fljótt kom í ljós að handknúnar kembivélar voru ekki nógu afkasta-
miklar fyrir þetta duglega fólk þannig að Ríta bað Kristján Pálsson, son
sinn og rennismið, að útvega mótor við eina vélina sem hann og gerði.
Hann setti mótorinn við og Jón Pálmason, rafmagnsverkfræðingur,
tengdi rafmagnið. Sú vél endist enn. Þetta voru miklar framfarir.
Ein lítil saga kemur hér sem sýnir hversu mikið var lagt undir svo að
vel tækist til. Þó svo að þessi saga snúi að undirritaðri þá var það sama
upp á teningnum hjá öðrum sem tóku þátt í frumbernsku Ullarselsins.
Allir boðnir og búnir að leggja lið.
Ríta bað son sinn um að finna mótorinn og hann setti hann við án
þess að taka neitt fyrir. Það var ekki í eina skiptið sem hann lagði okkur
lið. Ég hringdi síðar í Jón bróður minn og bauð honum í mat. Hann
stundi þungann og spurði svo: „Hvað á ég nú að gera“? Ég heyrði í bros-
inu hans, því hann hafði gaman af því að geta hjálpað okkur.
Fólk vann mikið heima og kom með vörur til sölu og voru oft miklar
umræður um gæðamat og hvað við vildum í þeim efnum. Voru allir
sammála um að kröfurnar yrðu að vera miklar, allir ættu að vanda sig við
gerð vörunnar, frágang og kynningu.
Ull var safnað af Vesturlandi og oft var farið í aðra landshluta eftir
góðri ull. T.d. var ómetanlegt að komast í lagðprúðu ullina úr Meðal-