Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 167
167
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
fyrst í stað ekki hvaðan veðrið blés, enda erfitt að átta sig á aðstæðum í
hálfdimmunni í fjárhúsinu.
Við það að skerpa sjónir innar í fjárhúskróna sáum við þó fljótlega
að það versta hafði skeð. Hvorki meira né minna en fimm valkyrjur
alklæddar höfðu komið innan úr hlöðunni og stóðu nú fyrir framan
okkur bera eða hálfbera, gerandi óspart grín að óvirðulegu ásigkomulagi
okkar. Ekki veit ég til þess að nokkru völdu kappaliði hafi í annan tíma
fallist jafngjörsamlega hendur og í það skiptið.
Sumir snéru sér undan, aðrir
beygðu sig í keng, einn reyndi að
forða sér út en féll við það endi-
lang ur í fjárhúskróna vegna þess
að hann hafði tekið niður um sig
sund skýluna en gleymt að losa fæt-
urna úr henni og var þess vegna í
hafti.
Frændi minn einn, ári yngri
en ég og skapmaður mikill, greip
báð um höndum fyrir það sem ekki
mátti sjást og hrópaði að árásar-
liðinu hálfkjökrandi af bræði: „Ég
skal drepa ykkur allar, helvítis mer-
arnar ykkar, þegar ég er búinn að
klæða mig.“
Vakti þessi yfirlýsing hans enn meiri hlátur og hí, vegna þess að löng
stund virtist þangað til hann yrði klæddur til slíkra stórverka.
Ekki er að vita hvernig þessari uppákomu hefði lyktað ef snúninga-
strákurinn í Stóra-Ási hefði ekki verið meðal okkar. Hann gerði gagn-
áhlaup og snéri vörn í sókn. Enginn hafði þó orðið jafnilla úti í þessum
fatafætingi og hann. Þegar hér var komið atburðarásinni hafði hann
loksins fundið skyrtur sínar báðar og íklæðst þeim, en var enn að bjástra
við hinn ferlegasta Gordíonshnút á nærbuxunum. Skálmarnar höfðu
verið bundnar saman þannig að hnútur var á hnút ofan þangað til
ekkert var eftir af þeim. Og þannig stóð hann óklæddur að öðru leyti
þegar ósköpin dundu yfir. Ekki virtist honum verða eins mikið um og
okkur hinum, enda heimsmaður meiri en við og veraldarvanari. Auk
þess ættaður sunnan með sjó.
Líklega hafa honum aðeins fallist hendur örskamma stund þar sem
Þar var allt í einni stertabendu, buxur,
skyrt ur og peysur á tvist og bast.