Borgfirðingabók - 01.12.2014, Síða 169
169
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Einn af þeim leikjum sem mikið var iðkaður var fótbolti. Allir voru
þar hafðir með án tillits til aldurs eða kyns. Það var ófrávíkjanleg regla.
Tveir, venjulega þeir bestu, völdust foringjar og tefldu á priki um það
hver skyldi kjósa sér fyrsta liðsmann. Teflt var á priki þannig, að notað
var hrífuskaftsbrot eða þvíumlíkt, hálfs meters langt eða svo. Annar for-
inginn greip þá neðst um prikið, það var látið snúa lóðrétt, síðan greip
hinn þar fyrir ofan og þannig áfram koll af kolli þangað til ekkert var
eftir af prikinu. Átti þá sá sem síðasta takinu náði rétt til að kjósa sér
fyrsta liðsmann.
Þetta gat orðið spennandi, ef sá sem hélt eftir prikinu hafði á því tæp
tök. Hann átti nefnilega að snúa því þrjá hringi fyrir ofan haus og ef
hann missti prikið við það þá glataði hann rétti sínum. Þar gat vissulega
oltið á miklu þó aðferðin væri í fyllsta máta í anda lýðræðis og jafn-
rétti s, því það var nú einu sinni svo að ávalt völdust þeir fyrst sem bestir
voru. Stæði þannig á, þegar búið var að skipta upp, að þátttakendur
yrðu einum fleiri í öðru liðinu þá jöfnuðu foringjarnir muninn með því
að láta einn nothæfan koma fyrir tvo lakari. Ekki þarf að orðlengja að
undir ritaður var alla jafna sá síðasti sem kosinn var, eða sá sem jafnaðist
með öðrum jafnónýtum á móti öðrum betri.
Ekki rekur mig minni til þess að þetta væri nokkurn tímann leiðin-
leg ur leikur, – þó afrek mín í knattspyrnunni væru ekki margra fiska
virði. – Utan einu sinni, – og þá einmitt þegar ég hélt að ég hefði unn ið
það afrek sem myndi auka hróður minn til muna og lyfta mér það hátt í
mann virðingarstiganum að eftirleiðis yrði ég í hópi þeirra sem fyrst yrðu
kosn ir þegar liði skyldi skipt. En það fór nú allt á annan veg.
Í þetta sinn var leikurinn búinn að standa það lengi að dómarinn, sem
venju lega var sundkennarinn, (í þessu tilfelli Oddur Sveinbjörnsson)
flaut aði til hálfleiks.
Stóðu nú leikar þannig að ekkert mark hafði verið skorað. Höfðu þó
liðin ekki sparað sig í ógurlegum sóknarlotum og hnitmiðuðum varnar-
að gerðum. Oddur sundkennari var nýbúinn að fræða okkur á því að
góðir knattspyrnumenn notuðu höfuðið til jafns við fæturna. Máli sínu
til stuðn ings vitnaði hann í frægan knattspyrnumann íslenskan sem er-
lent íþróttablað hafði nýlega haft viðtal við. Sá hafði einmitt haldið því
fram að góð knattspyrna byggðist á því að nota hugann í hlutfallinu 80-
90% á móti 10-20% fótaafli. Eftir hæfilega langt hlé var svo flautað til
síð ari hálfleiks og leikurinn hófst að nýju. Ekki reiknaði ég neitt frek ar
með því að hið gullna tækifæri myndi frekar bjóðast mér nú fremur en