Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 170

Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 170
170 B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014 áður, enda venjan sú ef það kom fyrir að boltinn leitaði fyrir fætur mína, að þá voru hinir stærri og meiri bógar úr andstæðingaliðinu óðara þar komnir og búnir að hremma hann af mér, notandi til þess hugsunina 80% en fæturna tæplega meir en sem svaraði 20%. Allt í einu, og það án þess að eiga sér nokkurn sjáanlegan aðdraganda, og aldeilis án þess að ég stillti þar nokkuð til sjálfur, er svo hið gullna tækifæri komið, ef svo má segja, fljúgandi fyrir fætur mína. Boltinn kemur veltandi á hægri ferð og stoppar, - beint fyrir framan lappirnar á mér. Enginn varnarmaður sjáanlegur, aðeins markmaðurinn í markinu, og færið örstutt. Og ég hugsaði með mér: „Nú er að nota höf uðið minnst 80% og ekkert umfram það.“ – Og með þau 20%, sem afgangs yrðu af líkams- og sálarorku samanlagðri, að vopni skyldi ég negla fótboltann í markið hægramegin, fast við markstöng vinstra megin við markmann. Þetta undirbjó ég af þeirri kostgæfni að frækn ustu knatt spyrnusnillingar hefðu ekki gert betur, burtséð frá því að knatt- spyrn umaður hefði aldrei leyft sér svo langan tíma til að djúphugsa og koma skipulagi á áhlaupið eins og ég gerði. Og skotið reið af, – aldeilis þrumu skot. Magnað þeirri 20% orku sem eftir var í fætinum þegar búið var að undirbúa herbragðið. Og sjá. Boltinn fór nákvæmlega þá leið sem honum var fyrirhuguð, aumingja markvörðurinn kom engum vörnum við, horfði bara hryggur á það sem orðið var án þess að geta rönd við reist. Til markvörslu hafði valist í mínu liði stúlka ein, nágranni minn og nokkrum árum eldri. Dugnaðar- og myndarstúlka og ekki frítt við að mér þætti hún afbragð annarra stúlkna. Hún hafði staðið sig með prýði í markinu og varið hvert skot andstæðinganna af þeirri snilld og einurð sem aðeins afbragðskonum hæfir. En hvað var HÚN annars að gera í ÞESSU marki? Allt í einu urðu mér hin skelfilegu mistök ljós. Ég hafði sem sé ekki tekið eftir því að þegar seinni hálfleikur byrjaði þá höfðu liðin skipt um vallarhelminga og sóttu því í gagnstæða átt frá því í fyrri hálfleik. Og ég, sem hafði ásett mér að leika þennan leik með 80% hugarorku á móti 20% fótaafli, - hafði skorað sjálfsmark. Varla verð ég svo gamall að ég gleymi nokkurn tímann viðbrögð um þeirr ar ágætu stúlku sem af einurð og prýði hafði varið mark sitt fram að þessu, – já meira að segja skilað því hreinu þangað til þessi árans sila keppur og slysaslápur, sem var hennar eigin liðsmaður, framdi þetta óhappa verk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.