Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 170
170
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
áður, enda venjan sú ef það kom fyrir að boltinn leitaði fyrir fætur mína,
að þá voru hinir stærri og meiri bógar úr andstæðingaliðinu óðara þar
komnir og búnir að hremma hann af mér, notandi til þess hugsunina
80% en fæturna tæplega meir en sem svaraði 20%. Allt í einu, og það án
þess að eiga sér nokkurn sjáanlegan aðdraganda, og aldeilis án þess að ég
stillti þar nokkuð til sjálfur, er svo hið gullna tækifæri komið, ef svo má
segja, fljúgandi fyrir fætur mína.
Boltinn kemur veltandi á hægri ferð og stoppar, - beint fyrir framan
lappirnar á mér. Enginn varnarmaður sjáanlegur, aðeins markmaðurinn
í markinu, og færið örstutt. Og ég hugsaði með mér: „Nú er að nota
höf uðið minnst 80% og ekkert umfram það.“ – Og með þau 20%, sem
afgangs yrðu af líkams- og sálarorku samanlagðri, að vopni skyldi ég
negla fótboltann í markið hægramegin, fast við markstöng vinstra megin
við markmann. Þetta undirbjó ég af þeirri kostgæfni að frækn ustu
knatt spyrnusnillingar hefðu ekki gert betur, burtséð frá því að knatt-
spyrn umaður hefði aldrei leyft sér svo langan tíma til að djúphugsa og
koma skipulagi á áhlaupið eins og ég gerði. Og skotið reið af, – aldeilis
þrumu skot. Magnað þeirri 20% orku sem eftir var í fætinum þegar búið
var að undirbúa herbragðið.
Og sjá.
Boltinn fór nákvæmlega þá leið sem honum var fyrirhuguð, aumingja
markvörðurinn kom engum vörnum við, horfði bara hryggur á það sem
orðið var án þess að geta rönd við reist.
Til markvörslu hafði valist í mínu liði stúlka ein, nágranni minn og
nokkrum árum eldri. Dugnaðar- og myndarstúlka og ekki frítt við að
mér þætti hún afbragð annarra stúlkna. Hún hafði staðið sig með prýði
í markinu og varið hvert skot andstæðinganna af þeirri snilld og einurð
sem aðeins afbragðskonum hæfir. En hvað var HÚN annars að gera í
ÞESSU marki? Allt í einu urðu mér hin skelfilegu mistök ljós. Ég hafði
sem sé ekki tekið eftir því að þegar seinni hálfleikur byrjaði þá höfðu
liðin skipt um vallarhelminga og sóttu því í gagnstæða átt frá því í fyrri
hálfleik. Og ég, sem hafði ásett mér að leika þennan leik með 80%
hugarorku á móti 20% fótaafli, - hafði skorað sjálfsmark.
Varla verð ég svo gamall að ég gleymi nokkurn tímann viðbrögð um
þeirr ar ágætu stúlku sem af einurð og prýði hafði varið mark sitt fram
að þessu, – já meira að segja skilað því hreinu þangað til þessi árans
sila keppur og slysaslápur, sem var hennar eigin liðsmaður, framdi þetta
óhappa verk.