Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 171
171
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Hún hirti ekki um að taka boltann úr markinu, heldur skálmaði í
áttina til mín og í svip hennar mátti bæði greina sorg og reiði. „Afglapinn
þinn,“ – hvæsti hún út á milli samanbitinna tanna, um leið og hún
reiddi upp hægri höndina og ég vissi ekki fyrr til en handarbakið small
mér á vanga af svo miklu afli að ég var nærri rokinn um koll.
Og síðan hef ég mátt þola það, vesæll maður, að kona hefur barið
mig.
Ég ætla í lokin á þessu spjalli að
geta að nokkru þeirra sund kenn-
ara sem leiðbeindu þau vor sem
undirritaður var að nema þessa
ágætu íþrótt. Það ber fyrst að
telja Magnús bónda Kolbeinsson
í Stóra-Ási. Ég mun þó ekki hafa
ver ið reglulegur nemandi það vor
sem hann kenndi, mig minnir hafa
vantað eitt ár eða svo upp á til skil-
inn aldur.
Ég minnist þess þá daga sem
ég fékk að fljóta með eldri krökk-
unum, sennilega vorið 1946, að Magnús tók mig og aðra rolinga á líkum
aldri og kenndi okkur sundtökin á þurru landi í fyrsta tímanum. Þetta
þótti mér alger skömm því systir mín og frænka höfðu gengið rækilega
fram í því að kenna mér þetta löngu áður. En í næsta tíma á eftir þá var
stóra stundin runnin upp, – að fara ofan í laugina og synda.
Já, það var nú það.
Til lítils var þá haldgóð sundkunnátta á þurru landi, þegar þyngdar-
lögmálið sagði til sín og undirritaður sökk eins og steinn. Allir lífs og
sálar kraftar fóru í það að koma höfðinu upp úr vatninu, hósta því vatni
upp úr sér sem maður hafði sopið í skelfingunni við að sökkva.
Eftirleiðis passaði ég mig á því að halda í járnpípu sem fest var í
laugarvegginn í grynnri endanum, því ef maður missti það tak þá gat
vissulega hið voðalega skeð. Og það fór að líkum að ekki komst ég á flot
það vorið, þrátt fyrir góðan vilja og frábæran dugnað sundkennarans.
Sá sundkennari sem mér er eftirminnilegastur frá þessum vordögum
við laugina í Stóra-Ási er sá þjóðkunni íþrótta- og félagsfrömuður
Hafsteinn Þorvaldsson. Ég vona að ég kasti ekki rýrð á ágætt starf
annarra sundkennara á þessum stað þótt ég telji hann öðrum fremri.
Og skotið reið af, – aldeilis þrumuskot.
Magnað þeirri 20% orku sem eftir var
í fætinum þegar búið var að undirbúa
herbragðið.