Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 175
175
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Á augabragði aftur réð mér svara.
Auðvitað ég greiði fyrir þér,
vertu rólegur og bíddu bara,
ég bregst þér eigi, þú mátt treysta mér.
Þú færð jeppa, því ég lofa, góði,
þetta gengur alveg eins og skot,
en kannske betur, hvíslaði hann í hljóði,
held ég, ef þú næðir þér í kot.
Lengi beið ég, órótt var mér orðið,
æstur títt í skapi þá ég var,
oft, já margoft, barði ég í borðið.
Ég bíð ei meir, ég krefst, ég heimta svar.
Loksins kom þó lengi þráða bréfið,
liðið var þá rétt að segja ár
og tækið gat víst trauðla kallast gefið.
Talsvert fannst mér reikningurinn hár.
Enga rellu út af því ég gerði,
undir eins ég fór og sótti hann
og ekki sé ég eftir jeppans verði
hvert afbragð hann er það ég tíðum fann
er kaldir vindar veltust yfir jörðu
og vorsins fuglar leituðu í skjól
því erfitt er í hríðarveðri hörðu
að hafa ei annað farartæki en hjól.
Ýmsir reiddust illa þessum fréttum,
aðrir tóku sér þær harla létt.
Eg keyri orðið greitt á beinum blettum
og bensíninu eyði jafnt og þétt.
Þeim sem hlýddu þakka vil ég hljóðið.
Þeir sem fyrtast mega eiga sig.
Þar með endar þetta litla ljóðið.
Loksins gæfan kom að finna mig.