Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 179
179
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Vex upp knár og velgefinn
viðmótshýr og stilltur.
Þrettán ára Þorsteinn minn
það er besti piltur.
Barnaskólamenntun hlaut Þorsteinn í farskólum innan sveitar að þeirrar
tíðar hætti, auk heimanáms. Roskin frænka hélt honum nokkuð að
Biblíu lestri um tíma, en með misjöfnum árangri. Þó minntist hann þess
lengi að lýsingar í Opinberunarbók Jóhannesar hefðu haft veruleg áhrif
á sig. En fjórtán ára gamall kemst hann í annað rit, sem ekki hafði minni
áhrif á hann og var það Gylfaginning Snorra Sturlusonar. Í endur minn-
ingum sínum segir Þorsteinn svo um kynnin af því riti:
„Og hér opnaðist mér nú ný opinberunarbók og að sumu leyti
skemmtilegri en sú, sem ég áður hafði heyrt lesna. Var mun
urinn einkum sá, að hér festi ég miklu meiri tryggð við þá, sem
af var sagt, en í hinni hebresku frásögu. Þannig var ekki laust
við að ég harmaði fall ÁsaÞórs, því að um hann fannst mér
mikið. Hefir það líklega verið af samskonar ástæðu, að ég mat
Pétur postula mest allra postula, því hann einn þorði að bregða
brandi er meistari hans var færður í fjötra.“
Um svipað leyti fékk Þorsteinn Landnámabók lánaða á Hofstöðum.
Sagði hann höfundi þessarar greinar frá því 70 árum síðar að enn myndi
hann hina miklu tilhlökkun, sem bjó honum í brjósti er hann gekk með
bókina heim að Úlfsstöðum snemma hausts. Skrifaði hann Landnámu
alla upp þá um veturinn og gerðist síðan mjög handgenginn hinum
ís lensku fornritum. Síðar á ævinni sagði hann barnabörnum sínum oft
sögur af forfeðrum þeim og formæðrum, sem frá er greint í Íslendinga-
sögum og smíðaði sverð úr spýtum handa drengjunum, svo þeir gætu
leikið eftir bardagalistir Egils, Gunnars og Grettis. En ávallt lagði hann
áherslu á að engum mætti mein gera, því mannúð og mildi var honum
mjög í blóð borin.
Skömmu fyrir tvítugt var Þorsteinn tekinn að setja saman vísur og um
svipað leyti veitti Einar Pálsson, þáverandi prestur í Reykholti, honum
nokkra tilsögn í íslenskri málfræði, dönsku og stærðfræði. Haustið 1916
fór hann síðan til vetrardvalar í Hvítárbakkaskóla, sem Sigurður Þór-