Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 181
181
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
sam band eftir Dr. Helga Pjeturss, sem út kom í fyrsta hefti Nýals árið
1918. Var Þorsteinn þá að slætti og las ritgerðina smám saman um sum-
arið. Sagði hann oft frá því á efri árum, hversu mikil áhrif sá lestur
hefði haft á sig. Hann hafði þá um nokkurt skeið undrast mikilleik
tilverunnar; hina óralöngu sögu jarðarinnar og lífsins og stærð hinna
miklu sólstjarna sem slöngvast um vetrarbrautina, milljörðum saman.
Og hugsunin um óendanleik alheimsins leitaði mjög á hann, auk þess
sem hann velti fyrir sér kenningum um framhaldslíf. En varðandi þau
mál þóttu honum flestar kenningar standa á veikum grunni, jafnt
biblíufræðin sem kenningar andatrúarmanna og guðspekinga. En hin
djarflega kenning Helga Pjeturss um sambandseðli svefns og drauma
og framhaldslíf á öðrum hnöttum í alheimi sýndist honum standa á
traustum grunni náttúruvísinda og vandaðra athugana og er óhætt að
segja að eftir lesturinn á fyrsta hefti Nýals hafi Þorsteinn markað sér
þá ævibraut, sem hann fylgdi síðan. Dr. Helgi bjó þá að Smiðjustíg 5 í
Reykjavík og var það reyndar ekki fyrr en 1927 að Þorsteinn fór á fund
hans, í þriðju ferð sinni til höfuðborgarinnar. Gerði hann sér til erindis
að sýna Helga ljóðasyrpu nokkra og spyrja hann álits og leist Helga svo
vel á að hann greiddi fyrir birtingu kvæðanna í Lögréttu og Eimreiðinni.
Héldust kynni þeirra og bréfaskipti til æviloka Helga árið 1949. Hefur
Þorsteinn ritað nokkuð ítarlega um kynni sín af Helga í bókinni Málþing
Íslendinga, sem tengdasonur hans Þorsteinn Guðjónsson ritstýrði og út
kom 1979.
Á þroskaárum sínum kynntist Þorsteinn mörgu ágætu gáfufólki sem
fékkst við skáldskap, fræðastörf og heimspekilegar hugleiðingar. Sumir
voru nágrannar hans í Hálsasveit, t.d. Haukur Eyjólfsson á Hofstöðum,
síðar bóndi á Horni í Skorradal. Haukur var áhugasamur um könnun
hálendisins austan Borgarfjarðar og stóð hann haustið 1924 fyrir göngu
sex ungra Borgfirðinga í Þórisdal. Dalsins er getið í Grettis sögu og
spunnust um hann þjóðsögur á síðari tímum. Var Þorsteinn Jónsson í
þessum hópi og tók hann með sér hitamæli, til að kanna hvort nokkur
um merki jarðhita mætti finna í dalnum. Mældist þar 13 stiga hiti í lind
einni og þótti þeim því ekki óhugsandi að á tímum Grettis hefði jarðhita
notið í Þórisdal og hann þá e.t.v. verið byggilegri en nú er. Haukur ritaði
ágæta grein um þennan leiðangur þeirra félaga og birtist hún í Lögréttu
þá um haustið.