Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 182
182
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Annar góður granni á líku reki var Jón Helgason á Rauðsgili, síðar
próf essor í Kaupmannahöfn. Héldust kynni þeirra alla ævi og kom Jón
stund um í heimsóknir að Úlfsstöðum er hann vitjaði æskustöðvanna
að Rauðs gili og kannaði gömul spor í Fellaflóanum. Jón var í besta lagi
hag orður eins og alþjóð er kunnugt og er Þorsteinn sýndi honum kvæði
sín leist Jóni vel á skáldskapinn en taldi þó að betur mætti haga orðalagi
og hrynj andi kvæðanna á stöku stað. Tók Þorsteinn þær ráðleggingar til
greina. Öðru máli gegndi hins vegar þegar Jón réði honum frá því að
gefa gaum að kenningum Helga Pjeturss, því þar treysti Þorsteinn eigin
viti betur.
Ýmsu ágætu fólki kynntist Þorsteinn í Hvítárbakkaskóla, m.a. Kristjáni
Jónssyni á Snorrastöðum í Hnappadalssýslu. Skrifuðust þeir lengi á og
er eitt af prentuðum ljóðabréfum Þorsteins stílað á Kristján. Þá er að
geta Þorsteins Jósepssonar rithöfundar og ljósmyndara, sem fæddist upp
á Signýjarstöðum í Hálsasveit. Varð þeim nöfnunum vel til vina og á
árunum eftir 1930 lögðust þeir stundum út í Oddunum í Húsafellsskógi,
þar sem tært bergvatn féll fram í fögrum birkiskógi. Þeir lögðu þar stund
á skáldskap, hlustuðu á fagra tónlist úr plötuspilara og veltu vöngum yfir
hinstu rökum lífs og tilveru. Þorsteinn Jósepsson kynnti nafna sínum þá
þýðingar sínar á Also sprach Zarathustra eftir Nietzsche og þótti honum
þar margt eins og frá eigin brjósti talað. Hafa ýmsir haft á því orð að
sum kjarnyrði Þorsteins Jónssonar, sem prentuð eru í bókinni Til þín,
sýni skyldleik hugsunar hans við sumt hið besta í heimspeki Nietzsches.
Samskipti Þorsteins og fjölskyldu hans við Húsfellinga voru jafnan með
miklum ágætum og hafa þau haldist eftir daga Þorsteins. Kom þar til
sameiginlegur áhugi á kenningum Helga Pjeturss, sem Þorsteinn eldri
Þorsteinsson (1889-1962) hafði hrifist af. Synir hans, þeir Magnús,
Kristleifur og Þorsteinn, voru ávallt vinveittir Þorsteini á Úlfsstöðum
og tóku þátt í ýmsum tilraunum hans til að vekja athygli á kenningum
Nýals.
Þá tókust einnig ágæt kynni við systkinin frá Munaðarnesi, þau Mál-
fríði, Magnús og Sigríði og seinna stofnaðist til mægða við Málfríði.
Segir Þorsteinn í endurminningum sínum frá því að hann hitti eitt sinn
Þorstein Björnsson úr Bæ, sem bað hann fara með sig til fundar við