Borgfirðingabók - 01.12.2014, Síða 183
183
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Málfríði, sem þá bjó í Þingnesi. „Dvöldum við þar til kvölds og var
um margt rætt, sem ólíkt mun hafa verið venjulegu umræðuefni“, segir
Þorsteinn og þarf ekki að efa að skáldskap og heimspekileg efni hafi
borið þar á góma, en öllu minna rætt um búskap, stjórnmál eða annað,
sem efst hefur verið á baugi um þær mundir.
Þorsteinn fékk slæma inflúensu árið 1926 og var heilsulítill nokkur ár á
eftir. Veturinn 1929-1930 var hann barnakennari í Hálsasveit og fór sú
kennsla að miklu leyti fram á Húsafelli. Eftir jólin veiktist hann enn á ný
alvarlega og sóttu þá á hann höfuðkvalir og óreglulegur hjartsláttur auk
þess sem miklum svita sló út í sífellu. Þótti þá ýmsum að tvísýnt væri
um bata og voru þá sóttir til hans læknar. Það var Níels Dungal, sem gaf
honum þau lyf sem dugðu auk þess sem móðir Þorsteins Jósepssonar,
Ástríður Þorsteinsdóttir, hjúkraði honum vel. Var hann aftur kominn
til fullrar heilsu þá um vorið. Þorsteinn Jósepsson dvaldi þá í Þýskalandi
og Sviss og framaðist þar vel og hvatti hann eitt sinn nafna sinn til
að koma í heimsókn þangað suður eftir. Varðveitt eru bréf frá Ástríði
móður Þorsteins Jósepssonar, sem hún skrifar syni sínum frá Húsafelli
er Þorsteinn Jónsson var nýkominn þangað til barnakennslunnar. Í bréf-
unum segir hún m.a.:
„Steini á Úlfsstöðum er kennarinn og er það mikil hressing fyrir
okkur að hafa hann þó ekki sé nema lítinn tíma, því eins og
þú þekkir er hann sannkallaður gimsteinn en þó svo miklu
dýrmætari. Hann sýndi mér bréfið frá þér, ég er himinlifandi
yfir húsbónda þínum, hvað hann er göfuglyndur og góðgjarn að
bjóða Steina til sín líka því hann er vinurinn þinn besti. Svona
menn finnast ekki í hverju húsi. Ég held að Steina langi til að
þiggja boðið og ég held að það sé nauðsynlegt fyrir hann, en ég
kvíði fyrir að hann geti aldrei brotist í burtu“.
Haustið 1932 dvöldu þeir Þorsteinarnir, Jónsson og Jósepsson, í Reykja-
vík nokkrar vikur og reyndi Jósepsson þá að koma nafna sínum á fram-
færi við nokkra bókmenntamenn. Má þar til nefna Freystein Gunnars-
son, Einar Ól. Sveinsson og Símon Jóhann Ágústsson, sem allir munu
hafa gefið gaum að skáldskap Þorsteins. Nokkur kunningsskapur tókst
einnig við Kristin E. Andrésson, en ekki vildi Þorsteinn játast stjórn-