Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 196
196
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Hann vakti meðal annars athygli
á, að vísindalegar rannsóknir bentu
til þess, að hugsanaflutningur milli
fólks gæti átt sér stað. Sem sagt að
hugsanir í heila eins gætu komið
fram í heila annars við vissar að-
stæður, eða að ástand í einum heila
gæti framleitt sig í öðrum. Út frá
þeirri staðreynd væri engan veginn
frá leitt að álíta sem svo, að mynd
eða sýn gæti borist frá heila til heila,
eða með öðrum orðum, að hægt
væri að sjá með annarra augum við
sérstakar aðstæður. Slíkar aðstæður
gætu skapast í vöku en væru nánast alltaf til staðar í draumi.
Dæmi um það væri t.d sofandi maður sem lægi svo til hreyfingarlaus
í rúmi sínu og virtist njóta líkamlegrar og andlegrar hvíldar en upplifði
samt sem áður í draumheimi sínum atburðarás þar sem hann væri beinn
þátttakandi sem í vöku væri, þiggjandi boð frá öllum skilningarvitum
sínum og væri jafnvel að skoða það sem fyrir hann bæri til frekari
glöggvunar.
Hver gæti nú verið skynsamleg skýring á þessu? Út frá því sem áður
var sagt liggur beint við að álíta, að um aðsendar skynjanir sé að ræða.
Einhver vakandi, sá sem raunverulega er mitt í atburðarásinni, er draum-
gjafi hins sofandi manns. Vökuvitund draumgjafans framleiðir sig í heila
dreymandans sem þá finnst hann vera draumgjafinn.
En þar sem vökuvitund dreymandans er að mestu leyti óvirk, áttar
hann sig ekki á því, að margt af því sem fyrir hann ber getur ekki átt við
hann sjálfan. Það kemur greinilega í ljós, þegar hann vaknar. Þá er margt
með furðulegum hætti. Heimili hans var öðruvísi í draumnum en hann
á að venjast. Spegilmynd af sér sjálfum sem hann sá í draumnum var af
einhverjum öðrum o.s.frv.
Samkvæmt þessari draumkenningu eru draumar sambandsástand
milli lifandi fólks, ekki bara í þessum heimi, heldur einnig við fólk á
öðrum jarðstjörnum og líka við framliðna sem lifa jarðnesku lífi handan
við Móðuna miklu.
Til þess benda t.d. draumsýnir sem fela í sér sólir eða stjörnumerki
sem ekki sjást frá þessari jörð.
Þorsteinn Jónsson við skriftir.