Borgfirðingabók - 01.12.2014, Síða 197
197
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Þorsteinn áleit, að ef þessi skýring
á eðli drauma reyndist vera rétt,
benti hún til þess, að kenningin um
Hið mikla samband stæðist einnig,
vegna þess að hún byggðist í raun og
veru á sömu forsendum. Það er að
segja á því, að það væri ekki aðeins
lífsamband milli mannvera í alheimi
heldur einnig milli allra lífvera og
að þessi alheims lífheild væri vegna
stærðar sinnar og samstillingar svo
máttug, að hún með lífgeislun sinni
megnaði að kveikja líf í lífvana efni
hvar sem skilyrði sköpuðust og
héldi látlaust áfram, ætti sér hvorki
upp haf né endi á sama hátt og tím-
inn og rúmið.
Út frá þessum hugleiðingum taldi
Þorsteinn öll rök hníga að því, að
fyrstu lífverurnar, einfrumungarnir,
hér á jörðu hafi orðið til fyrir lífgeislun frá þessari miklu alheims lífs upp-
sprettu sem allífið hljóti að vera.
Þorsteinn vakti athygli á, að upphaf lífs hér á þessari jarðstjörnu
hefði verið mikið undur og vísindaleg staðreynd og svo væri einnig um
þróun lífveranna, sem hefði tekið risastökk þegar einfrumungarnir tóku
að renna saman og mynda mismunandi fjölfrumunga sem síðan byrj-
uðu að þróast í hinar ýmsu áttir eins og náttúran í dag ber svo glöggt
vitni um með ótrúlegum fjölbreytileik sínum í heimi lífveranna, og með
mann inn, skynivædda veru, í broddi fylkingar.
Þorsteinn hélt því fram, að þótt upphaf lífs og þróun þess hér á þess-
ari jarðstjörnu séu óhrekjan legar vísindalegar staðreyndir, stæðust hug-
myndir vísindamanna að sumu leyti ekki gagnrýna hugsun, t.d. að þró-
un gæti átt sér stað eingöngu með úrvali náttúrunnar sem fælist í því að
hæfustu einstaklingarnir lifðu af.
„Val eitt dugir ekki til“, sagði Þorsteinn. „Framþróun verður ekki
nema eitthvað nýtt bætist við sem ekki var til hér áður.“
Og ekki getur skammvinn geislun af öðrum toga en lífgeislun verið
Gipsmynd af Þorsteini, gerð af Sveini
Víkingi.