Borgfirðingabók - 01.12.2014, Síða 198
198
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
meginorsök þróunarinnar, þótt vísindin telji, að hún ein og sér hafi
valdið stökkbreytingum tegundanna og þannig hafi þær þróast hér frá
upphafi.
Og röksemdafærslan hélt áfram með því, að bent var á, að lífverurnar
yrðu fyrir stöðugu áreiti í umhverfi sínu og af þeim lífskilyrðum sem
þær byggju við árþúsundum saman. Viðbrögð þeirra við því væru þau
að safna minningum í frumur sínar á þróunarferli sínum sem síðan
gengju í arf við stökkbreytingar sem gerðu afkvæmin hæfari til að lifa af
við aðstæður sem hefðu verið að breytast á löngum tíma.
Þessa heimspekikenningu sína kallaði Þorsteinn Ættminniskenningu
og hefur hún verið gagnrýnd með þeim vísindalegu rökum, að áunnin
reynsla erfist ekki milli kynslóða, en í því sambandi hefur ekki verið
athugað, að annað geti gilt, ef um þúsundir eða miljónir ára er að ræða,
þannig að um þetta ríkir óvissa sem rannsóknir eða frekari þekking geta
einar eytt.
Þorsteinn taldi fráleitt, að þróun á jörðu hér hefði átt sér stað fyrir
tilviljanir einar á óralöngum tíma, til þess væri stökkið allt of stórt frá líf-
lausum efnum þessarar jarðstjörnu til flókinna lífvera sem jafnvel veltu
fyrir sér tilveru sinni.
Hann vildi heldur álíta að sköpunarmáttur lífgeislunarinnar auk
annarra náttúrulögmála væri drifkrafturinn í þróuninni.
„Við erum alltaf á mörkum hins þekkta og óþekkta“, sagði Þorsteinn,
og með síaukinni færni vísindanna til rannsókna og uppgötvana mun
þekkingu á leyndardómum tilverunnar fleygja fram og mannkynið
færast nær og nær sannleikanum sem mun verða til þess að vísindi og
trú munu sættast.
Lífstefnan, stefna samstillingar, uppbyggingar, visku, fegurðar, kær-
leika og friðar mun verða alls ráðandi, en andstæða hennar, helstefnan,
mun líða undir lok.
STUTT MANNLÝSING
Þorsteinn var mjög eftirtektarverður persónuleiki. Hann var fríður sýn-
um og höfðinglegur og bjó yfir andlegum eiginleikum sem vörpuðu
ljóma á hann sjálfan og allt í kringum hann. Hann bar ótakmarkaða
virðingu fyrir náttúrunni og lífinu og var ótrúlega fróður um flest sem
að því laut. En þekk ingin ein og sér var honum ekki nóg, hann vildi