Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 210
210
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
4. sept.fö.: Um morguninn sótti Nonni Völlu, sem alltaf hafði
ver ið frammi á Gestsstöðum og fylgdum við Nonni,
Valla og mamma Stefáni og Ólafi ofan að Hreðavatni
og fórum út í Skógey og skemmtum okkur vel. Jakob
bóndi flutti okkur öll út í eyna. Við systkinin og
mamma borðuðum silung úr Hreðavatni. Í bakaleið
kom um við að Dalsmynni og drukkum þar mjólk og
kaffi, fórum þaðan kl. 1 ½ e.m. Við lentum í myrkri og
villt umst upp að Dýrastöðum en komumst þó heim.
5. sept.lau.: Tróð ég mosa í húsið og Nonni. Niðurjöfnunarfundur
haldinn í Hvammi.
6. sept.su.: Messufall í Norðtungu. Síra Gísli og Nonni og jeg
fór um upp á Baulu og riðum upp undir hana (Skol,
Moldu og Jarpi).
7.-10. sept. Hjálpuðum við Nonni Jóhannesi snikkara með húsið,
tróðum mosa og slógum kítti o.s.frv.
10. sept.fi: Fór Bjarni Magnússon alfarinn en Helga Bjarnadóttir
er farin fyrir nokkru.
11. sept.fö.: Þurrviðri, milt veður. Jeg tíndi ber fram í Múla fyrir
mömmu. Nonni með tannverk.
12. sept.lau.: Týndum við systkinin ber fram í Múla fyrir mömmu og
fengum lítið.
13. sept.su.: Messað hjer. Jeg, Nonni og mamma, Helga Guð-
munds dóttir og Stefán, Torfi og Sigríður frá Gests stöð-
um vorum til altaris.
14. sept.má.: Fór ég með Dísu ofan að Dýrastöðum en síra Gísli fór
fram að Sveinatungu. Jeg reið Blesa, Dísa Jarp ofaneftir
en Blesa uppeftir. Við stóðum lengi þar við.
15. sept.þri.: Sunnan illvirði og rigning. Ég bar grjót að síra Gísla,
er hlóð stöpulinn undir skorsteininn. Síra Benedikt
Kristjánsson og frú hans, Elínborg komu.
16.-19. Sept.: Var ég að sigta sand og blanda sement og sand í kjall-
aranum og hlóð síra Gísli skorsteininn.
20. sept.su.: Yndisfagurt veður, heiðríkja, ekkert ský á himni, logn,
T+3°R. Um morguninn gekk jeg fram fyrir Litlá
að gamni mínu. Tjarnirnar fyrir framan Litlá voru
hemaðar. Ekki messað í Hvammi. Við systkinin fórum
með Guðbjörgu fram að Króki og Gestsstöðum og