Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 213
213
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
talinn á að vera kyr og fór ég þá með hest hans og Skol
fram fyrir Litlá. Þórður söng hjer. Norðanstormur.
8. júlí.fö.: Við systkinin og Ragnheiður Pálsdóttir, Ranka og
Sverrir fórum upp í ból og vorum þar lengi. Júlíus
læknir kom sama dag og sótti Ragnheiði. Hún fór
norður með honum.
10. júlí.su.: Kom biskup hingað og Sveinn sonur hans og Ólafur
Ros en krans, skoðuðu kirkjuna og fóru svo.
13. júlí: Fór síra Gísli ofan á Poll og Ólafur búfræð. Indriðason
er hjer kominn. Hann kom aftur á föstudagsmorgun
15. júlí með Ólafi.
14. júlí.fi.: Var tyrft yfir flötina, sem sléttuð var. Það gerði ég og
Nonni, Hallmundur, Torfi, Sigurður kaupi.
15. júlí.fö.: Við Nonni, Sverrir og Ranka, rákum Króks kýrnar yfir
Norðurá að Hárekstaðarstekknum og bárum krakkana
yfir ána til baka.
16. júlí.lau.: Var borinn á flötina sem sljettuð var hesthúshaugur. Jeg
(Nonni stundum) og Sverrir teymdum. Torfi dreifði og
Sigurður mokaði upp í kláfana. Hannes póstur kom
og reið heim á hlað og ætlaði að blása kýrnar niður af
brúnni með lúðri, en kýrnar komu eigi. (Hannes var
drukkinn). Björn smali rak þær ofan með fjenu.
17. júlí.su.: Ekki messað. Ekkert fólk kom, Stefán og Dóra á Gests-
stöðum komu. Þoka og suddaveður.
18. júlí.má.: eftir miðdegisverð fórum við Nonni niður fyrir hólma
og tókum tryppin, er þar voru og rákum þau fram á
Kjör, fram að Fanngili. (Jeg reið Skol en Nonni fola
Helga Árnasonar, er hann hjelt að væri Hrappur). Við
fórum ofan múlann og ofan hjá Galtarhöfða og yfir
að Gestsstöðum og biðum þar eftir kaffi og riðum svo
heim og var þá komin nótt.
19. júlí.þri.: Guttormur bóndi á Hóli fann greni hjer fyrir ofan
brún ina og eftir kl. 12 fórum við Helgi Árnason upp,
til að liggja á því og heyrðum við í yrðlingunum en ekki
kom tóa. Helgi hafði byssu og skotfæri. Nonni kom
með kvöldmat og kaffi til okkar. Við vöktum svo um
nóttina til kl 3 en þá fórum við báðir heim og vakti þá
Helgi Ásbjörnsson og fór hann á grenið en við fórum að