Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 214
214
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
sofa. Jeg svaf um nóttina uppi hjá Völlu, því gestir voru
komnir með 40 trippi, sem Hallmundur og Sigurður
vöktu yfir. Um morguninn fór jeg í rúmið mitt niðri og
svaf til kl 2. e.m. en Nonni var hjá Ásbirni á greninu til
kvelds (miðvikudags) og sáu þeir tóu koma í nánd en
eigi kom hún í skotfæri. Þoka var mikil og óveður bæði
um nóttina sem jeg vakti og daginn eftir og nóttina
milli 20 og 21 júlí. vöktu Halli og Ási á greninu og
rigndi mjög þá nótt svo ár uxu mjög, líka var og mikil
þoka.
21. júlí.fi. Fór ég með Vigfúsi upp að greninu með kaffi til þeirra
Ása og Halla. Vigfús skoðaði grenið og fór svo ofan leiti
og niður dal. Nóttina eftir vakti jeg á greninu og fór svo
ofan leitið niður í dal. Nóttina eftir vakti jeg á greninu
með Ásbirni.
22. júlí.fö. Kom jeg heim af greninu kl. 11 f.m. og svaf jeg svo
mestallan daginn og nóttina eftir.
23. júlí.lau.: Við Nonni fengum að sitja yfir uppi í Sátudal með Birni
smala, til að tína grös, en þoka kom og stórrigning og
urðum við rennvotir og tíndum lítil grös.
24. júlí.su.: Regn og óveður. Ekki messað en húslestur var lesinn,
Helga Bjarnadóttir kom frá Akranesi. Bjarni bóndi á
Dýrastöðum kom seinnipart dags.
25. júlí.má.: Við systkinin og Helgurnar 3 og Guðbjörg fórum á
grasafjall. Blindþoka var á fjallinu og hjeldum við upp
að Sátudal, en áður en við komum þangað, urðum við
Guðbjörg viðskila við hitt fólkið í þokunni og villtumst
við herfilega, og vorum við á harðaferð í marga
klukkutíma og gengum fram allan Sátudal og upp undir
Litlu-Baulu. Við gengum upp ótal börð og upp ótal gil
og vissum ekkert hvar við fórum. Einu sinni komum
við alt í einu fram á mjóan hrygg, þar sem gil suðuðu til
beggja handa í djúpi þokunnar, þá varð Guðbjörg svo
hrædd (bilt við) að hún fór að kalla upp yfir sig: „Þetta
getur verið hættulegt“. Loks létti þokunni og stóðum
við þá undir Litlu-Baulu, og hjelt jeg þá að það væri
stóra Baula. En þá létti alveg þokunni, svo við sáum hitt