Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 216
216
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
snæri, en er komið var ofan að Kvísl (Hólsey) kippti
hann aftur og aftur og þá fór jeg að reka hann, en þá fór
hann í einlæga króka út í Norðurá, svo ég neyddist til að
snúa heim og fór síra Gísli af stað og varð Rauður eins
óþekkur við hann, svo hann varð að skifta um á Hólsey,
reið hann þá Rauð en teymdi Skol. Hann kom með
yfirsetukonuna snemma um nóttina, kl. 1. Heiðríkja
um daginn og er það í fyrsta sinn sem sól sjest síðan við
fluttum að Hvammi 5. júlí eða svo má segja.
31. júlí.su.: Um kl. 1 e.h. fæddist Vigdís litla. Jeg, Nonni, Sigurður
kaupi og Björn smali fórum ofan að Leiti og böðuðum
okkur þar. Jeg synti svolítið en gafst einu sinni upp á
miðri leið, en hafði þó ei botn og svamlaði til lands.
Sigurður kaffærði sig en Nonni fór aldrei úr skyrtunni
og Björn eigi heldur. Hann óð aðeins upp í klof. Helgi
og Nonni fóru með hestana 9 alls á Poll. Seint um
daginn kom Bjarni Símonarson. Þykkt loft allan daginn
og stundum rigning (um morgun og kveld). Logn (eða
því nær logn) allan daginn. T+12 R er við böðuðum
okkur.
1.ág.má.: Byrjað að slá túnið. Jeg fyrripart dags til nónverðar
frammi í múla að þurrka hey með fólkinu. Síðan fylgdi
ég og Valla Þorbjörgu (yfirsetukonu) yfir að Dalsmynni.
Þar mætti Nonni okkur, sem kom með Helga heim
af Pollinum en Helgi skrapp að Skarðshömrum, en á
meðan fór Þórður bóndi á Brekku og Þorbjörg og jeg,
Valla og Nonni með okkur ofan að Desey. Jeg hafði
þá hestaskifti við Nonna og reið Stjarna, sem Nonni
reið ofan á Poll. Síðan fórum við Valla heim. Nonni
og Helgi komu með lestina seinna um kveldið. Jeg reið
Hrapp, Valla Mósa B.Sím.
3. ág.mi.: Við Nonni rifjuðum og sættum heyið í múlanum með
Hallmundi og Helgu Guðmundsd. og Helgu Bjarna-
dóttur (litlu) Rvík.
4. ág.fi.: Norðanstormur. Jeg og Nonni slógum á túninu fyrir
neð an kálgarð, ræmu nærri út að garði.
5. ág.fö.: Hallmundur batt í Múlanum en við Helgi fórum milli.
66 hestar bundnir um daginn. Bjartviðri.