Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 218
218
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
17. ág. mi.: Jeg fór á milli með Helga ofan úr Lágafellsflóa. Halli og
Guðrún voru í bandinu. 8 ferðir fórum við á 7 hestum.
18. ág.fi.: Heiðríkja og fögur útsjón til jöklanna af fjallinu. Jeg fór
á milli með Helga. 7 ferðir með 7 hesta.
19. ág.fö.: Jeg fór á milli með Helga, H. og G. í bandi sem fyr. Við
fórum 8 ferðir (4 með 7 og 4 með 6). Um kvöldið kom
biskupinn, Hallgrímur Sveinsson.
20. ág.lau.: Biskup fór eftir morgunverð. Bundið af túninu það sem
reitt var úr flóanum. Skírð Vigdís litla.
21. ág.su.: Jeg ljet mömmu klippa mig. Um kvöldið fórum við
systkinin og Ingibjörg og Björn smali inn í múla til að
tína ber.
23. ág.þri.: Jeg var í bandinu með Sigurði kaupa í Lágafellsflóa.
Sólskin og heitt veður. Síra Gísli fór 6 ferðir og 24. ág.
fór síra Gísli 7 ferðir á 6 hestum. Jeg var með Sigurði í
bandinu fyrstu ferðirnar, síðan fór ég heim til að hugsa
um heyið heima en Sigurður batt þá einn.
25. ág.fi.: Jeg fór með mömmu ofan að Munaðarnesi og vorum við
þar nóttina. Ólafur í Lækjarkoti varð okkur samferða
ofan á H..... Við riðum Moldu og M.
26. ág.fö.: Björn og Elísabet fóru með okkur ofan að Svarfhóli.
Við fórum Hólmsvað ofaneftir en vorum ferjuð á
Munaðarnesi til baka en hestarnir reknir yfir ána.
Norðan, heiðríkja. Við vorum nóttina í Munaðarnesi.
27. ág.lau.: Björn fór ofan á Poll en Elísabet ljet ferja okkur yfir ána
og svo komum við að Arnarholti, bíðum þar eftir kaffi.
Svo fór Þórður Knudsen með okkur að Hjarðarholti,
og fengum við þar kaffi og svo að Steinum, og
borðuðum við þar. Þar snjeri Þórður og Elísabet til
baka. Svo héldum við mamma að Norðtungu og biðum
þar eftir choch. og kaffi. Síðan villtumst við fram að
Helgavatni og biðum þar eftir kaffi og var þá komið
kveld. Sigurður bóndi á Helgavatni fylgdi okkur upp
á Háls. Við komum á hlaðið á Sigmundarstöðum, svo
fórum við heim og komum kl. 12. Norðanstormur og
hvass viðri.
28. ág.su.: Nonni, Valla, Sverrir, Ranka, Stína fórum fram að
Króki. Heiðríkja, norðan.