Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 221
221
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Napur blástur að norðan. Jeg bar þau fjögur um kvöldið
yfir kvíslina. Bjarni litli Bjarnason kom frá Fellsenda.
18. sept.su.: Við systkinin og Helga (kona)og Bjarni litli fórum fram
að Gestsstöðum kl. að ganga 2 og gengum við frameftir,
nema stundum reið jeg hesti Bjarna og honum riðum
við öll yfir Sanddalsá. Á honum var reiddur söðull og
hnakkur. Við stóðum við á Gestsstöðum til kvelds og
komu þá leitarmennirnir þangað. Heiðríkja um kveldið
og logn og fylgdi Dóra okkur ofan að ánni og ljeði
okkur hest yfir hana og riðum við svo 4 heim.
19.sept.má.: Við Nonni vorum vaktir kl. 4 um nóttina og smöluðum
múlann með þeim Halla og Helga. Heiðríkja og fagurt
veður. Við fórum fram að Galtarhöfða og svo fram
Mjóadal fram fyrir Fanngil. Jeg gekk hátt og fór upp
á Sátu dalsbotninn svo mættum við Dýrastaðamönnum
Guðm. Bjarnasyni og Torfa og Birni smala. Svo var
rekið í Bólið og komu börnin þangað (Ranka, Sverrir,
Effa og Stína) og Valla með þeim með kaffi. Svo var
rek inn heim fjárhópur og látinn inn.
20. sept.: Við Nonni pössuðum mikinn fjárhóp á eyrunum, er
rekinn var heim í gær. Okkur gekk illa að passa fjeð,
því það æddi um alt, jafnvel yfir á. Einusinni sáum
við mikinn hóp af fje fyrir neðan Háreksstaðatúnið
og hjeldum að það væri eitthvað af okkar fje, er hefði
farið yfir ána, svo við fórum yfir ána og rákum það alt
yfir og all sóðalega á sund. Grenjandi óveður og regn
allan daginn og urðum við rennvotir og vorum við
altaf í ösli og busli allan daginn. Síðan var alt fjeð rekið
fram í Ból og kom þá í ljós að við höfðum tekið allar
Háreksstaðaærnar. Síðan voru þær kindur, er rekast áttu
suður, dregnar frá og látnar inn. Nonni varð veikur um
nóttina af vosbúðinni um daginn.
21. sept.mi.: Jeg passaði hópinn, er reka átti suður og nokkuð fleira,
alls 35 kindur, um daginn einn því Nonni var lasinn.
Regnlítið en hvass að sunnan. Síra Gísli og Helgi fóru
að Brekkurjett. Sverrir kom til mín seint um kveldið og
var hjá mér og ljet inn fjeð með mér, Ásbirni og Bjössa.
22. sept.fi.: Torfi Timoteusson fór af stað suður með fjeð (mömmu