Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 222
222
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
o.fl). Björn smali hjálpaði honum að Vatni. Síra Gísli,
Helgi, Helga Guðm.d., Helga (kona) og Guðbjörg riðu
í Þverárrjett. Ár orðnar mórauðar og miklar af regningu
og snjó hefir leyst af öllum fjöllum. Halli fór norður að
Dæli til að sækja smjer og sótti jeg hesta fyrir hann fram
að Múla. Við Ási sóttum sand fram að Litlá á Rauð
til að sementa skúrinn. Regn og skúrir stórar. Fjöldi
manna kom í dag af kaupafólki og svoleiðis. (Gunnar
og Magnús, er voru hjer í fyrra og Stefán og Dóra og
Stína litla frá Gestsstöðum komu hingað í gær og voru
hjer um nóttina og fór það í rjettina, nema Dóra og
Stína, sem biðu hér þangað til Stefán kom úr réttinni í
kvöld).
24. sept.lau.: Eftir morgunverð lagði jeg af stað upp á Baulu og hafði
með mér Krókskíkirinn. Snjór var á Baulu að aftanverðu
en enginn að sunnanverðu. Jeg fór úr skarðinu og ritaði
nafn mitt á miða í boxið. Þoka var til fjarlægari héraða
svo jeg gat ekki sjeð langt. Snjór á toppnum.
25. sept.su.: við systkinin, Helga Bjarnadóttir og snikkarinn fórum
ofan að Munaðarnesi á leið suður (við riðum Kol
(jeg), Stjarna (Jón), Moldu (Valla), Litla-Jarp (Helga),
Ásmundur Bleik). Við komum að Dýrastöðum og
Brekku. Helga var nóttina í Grafarkoti, við systkinin
í Munaðarnesi en Ásmundur hjelt áfram. (Hann er nú
búinn að smíða skúrinn í Hvammi). Fyrir norðan Bæli
mættum við Jóni og Magnúsi Þorlákssyni og fylgdust
þeir með okkur ofan fyrir Desey. Þeir voru nótt í
Munaðarnesi. Það snjóaði um morguninn en leysti upp
er á daginn leið, krapaskúrir stundum en bjart veður
á milli. Jeg svaf í sófanum í stofunni en Jónarnir og
Magnús í kamersinu.
26. sept.má.: Mamma kom ofan að Munaðarnesi og fólkið sem
fylgdi henni frá Hvammi (síra Gísli og Dísa, amma og
svo Björn (smali) og Ásbjörn, sem ætluðu suður). Um
kveldið fórum við ofan að Svarfhóli, amma varð eftir
í Munaðarnesi en síra Gísli og Dísa og Björn í Mun.
fylgdu okkur ofan að ferjustaðnum móti Svarfhóli og