Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 224
224
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Sigurður gamli Sigurðsson.
Helgi Árnason, f. 4. apríl. 1863.
Helga Bjarnadóttir, f 29. ágúst, 1868. (Nr. 15-16 hjón)
Helga Guðmundsdóttir.
Helga Bjarnadóttir.
Guðbjörg Eyjólfsdóttir.
Ingibjörg Einarsdóttir.
Hallmundur Halldórsson, kaupamaður.
Sigurður Þórðarson, kaupamaður.
Ásbjörn Guðmundsson, kaupamaður.
Torfi Timoteusson, kaupamaður.
Ásmundur Björnsson, Snikkari.
Björn Hallgrímsson, smali.
Guðrún Jónsdóttir, kaupakona.
1893
28.júní.mi.: Við systkinin, mamma og Helga Bjarnadóttir, Guðm.
Bjarnason fórum með Seglskipinu „Söormen“ (Jón
Laxdal) en það komst ekki lengra en til móts við
Þormóðssker, og varðþá að snúa til baka til Reykjavíkur,
því svo var orðið hvasst að skipið gat ekki krusað sig
lengra. Við komum kl 11 e.m. til Reykjavíkur, en lögð-
um af stað aftur kl. 11 f.m. Við sváfum um nóttina í
Kristjánshúsi.
29.júní.fi.: Við vorum annaðhvort heima eða uppi í Doktorshúsi.
30.júní.fö.: Jeg var við skólauppsögn. Við vorum mest uppi í Dokt-
ors húsi og var Valla þar um nóttina, en ég og Nonni
vorum hjá Friðriki Friðrikssyni. Þennan dag var hvass-
viðri svo „Elín“ gat ekki farið. Þorkell alþm. Bjarnason
leigði af okkur herbergi í Kristjánshúsi um þingtímann
og flutti í þau þetta kveld.
1.júlí.lau.: Við fórum með gufubátnum „Elín“ upp í Borgarnes
og komum þangað um eftirmiðdaginn. Við fórum fyrst
með honum upp á Akranes og svo til Straumfjarðar
og síðan í Borgarnes. Stórar regnskúrir fengum við á