Borgfirðingabók - 01.12.2014, Síða 233
233
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
við lítið eitt við og hjeldum svo áfram upp Baulu og
komum upp kl. 1,50 höfðum við blindþoku og sudda
alla leið. Við höfðum með okkur kaffi í flösku(sætt og
svart) og kökur, sem ég bar í hliðartösku, er Indriði
átti. Indriði bar kíkinn. Við drukkum kaffið uppi en
á meðan við vorum að drekka það rak frá þokuna, svo
við sáum yfir allan Borgarfjörðinn og láglendið, og
smásaman rak þokuna víðast hvar af, svo útsjónin varð
eigi svo vond. Kl. 3 fórum við ofan og komum í skarðið
kl. 3,45 mín., gengum svo þaðan og upp á Litlu-Baulu
og komum þangað kl. 5, stóðum þar við í korter og
hlóðum vörðubrot og gengum svo ofan og komum
til hestanna og riðum heim. Við skoðuðum Bólið í
leiðinni og komum heim kl. 7 ½ e.m.
10.sept.su.: Messað hjer en fátt við kirkju. Bjarni Símonarson stje
í stól. Eftir messu fórum við systkinin af stað ofan að
Munaðarnesi. Ég reið Moldu, Valla Mósa (Bjarna). Við
urðum samferða síra Gísla og Indriða, er þeir voru að
fara suður, ofan á móts við Hafþórsstaði. Við fengum
steypiregn ofaneftir og vorum við Nonni mikið votir en
Valla lítið. Við komum að Munaðarnesi kl. 8 e.m. og
komum hvergi við á leiðinni og riðum greitt.
11.sept.má.: Fór Ásbjörn kaupi frá Hvammi. Við vorum kyrr í Mun-
aðarnesi. Skúrir og þurt á milli.
12.sept.þri.: Við Nonni fórum heim en Valla varð eftir í Munaðarnesi
og verður þar þangað til hún fer í Brekkurjett. Við
Nonni komum að Stórugröf og fjekk jeg þar járnaða
aðra framlöpp Molda. Við komum að Hreimsstöðum
til Helga Árnasonar bónda og Helgu Bjarnadóttur konu
hans og fengum 2 bolla af kaffi hvor og stóðum þar
lengi við. Síðan hjeldum við áfram og er við komum
að Torfafitarkvísl þá stökk Mósi sem við rákum lausan
á undan, út í kvíslina og á sund en jeg reið Molda yfir
og skall yfir hann. Nonni fór með kvíslinni á Moldu, en
er Mósi sjer það, þá syndir hann yfir kvíslina, þar sem
hann kom að henni, en ég náði honum ekki, til þess að
aftra honum. Jeg fór yfir kvíslina ofar og yfir Teigana og