Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 240
240
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
ÁRNI ÞORVALDSSON
F. 30. ágúst 1874 að Hvammi í Norður árdal
Foreldrar: Gunnlaugur Þorvaldur Stefánsson, prestur í Hvammi,
Þor valds sonar prests í Stafholti og Kristín Jónsdóttir Sigurðssonar
prests á Breiðabólstað í Vesturhópi.
Stúdent frá Lærða skólanum 1896, stundaði nám við Kaup-
manna hafnarháskóla og lauk magisterprófi í ensku, frönsku og
þýsku 1905. Var stundakennari við MR 1905-1909, Verslunar-
skólann 1906-1908, fastur kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar,
síðar Menntaskólann á Akureyri, 1909-1939, lausn 1. jan. 1941.
D. 10. febr. 1946.
Árni var kvæntur Jónasínu Elínu Hallgrímsdóttur frá Akureyri,
þau voru barnlaus.
Systkini Árna sem títtnefnd eru í dagbókinni voru Jón Þor valds-
son, prestur á Stað í Reykhólasveit og Valborg Elísabet húsfreyja á
Auðshaugi á Barðaströnd, gift Sigurði Pálssyni stúdent og bónda
þar, en hann var hálfbróðir Vigdísar Pálsdóttur í Hvammi.
Eftir að Jón bróðir hans gerðist prestur á Stað dvaldi Árni oft á
Stað á sumrum í lengri eða skemmri tíma. Á leiðinni vestur höfðu
þau jafnan viðkomu í Hvammi, stönsuðu nokkra daga og ræktu
frændsemi við aðra ættingja í dalnum. Meðan á dvölinni stóð
gekk hann iðulega á fjöll sem þá var ekki algengt og mun hafa
gengið átján sinnum á Baulu.
Við fráfall hans tók bróðursonur hans við dagbókunum og
hafa afkomendur sr. Jóns varðveitt þær síðan.
Auk þess sem hér er prentað, greinir Árni frá ýmsu öðru í
minningum sínum, en hér eru einungis frásagnir hans úr Borgar-
firði.
Dagbækur Árna munu verða varðveittar á Héraðsskjalasafni
Borg ar fjarðar.