Borgfirðingabók - 01.12.2014, Síða 242
242
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
AÐ BAKI ÞESSUM DAGBÓKUM LIGGUR NOKKUR ÖRLAGASAGA OG
ER HÉR NOKKUÐ FRÁ HENNI GREINT
Vorið 1847 kom frá Árkvörn í Fljótshlíð að Breiðabólstað í Vesturhópi til
lærdóms og fósturs hjá sr. Jóni Sigurðssyni bróðursonur hans óskil getinn,
Páll Pálsson, f. 8. sept. 1832, sonur Páls Sigurðssonar fræðimanns og
alþingismanns. Móðir hans var Nína Jónsdóttir í Stöðlakoti á Mið nesi.
Hinn 13. júlí 1851 eignaðist Páll dóttur með Sigríði Samsonardóttur
vinnukonu frá Yxnatungu í Víðidal. Prestshjónin, sr. Jón og kona hans,
Ragnheiður Jónsdóttir frá Víðidalstungu, tóku telpuna, sem hlaut nafn-
ið Vigdís, þegar í fóstur, tryggðu henni heimili, gott uppeldi og mennt-
un. Ólust þau systkinin upp saman hjá þeim fyrstu árin. 17. ágúst 1859
andaðist sr. Jón Sigurðsson. Frá 1859 til 1865 bjó Ragnheiður ekkja
hans á móti Páli bróður sínum í Víðidalstungu, en á árunum 1865 til
1878, að einu ári undanskildu, var hún bústýra hjá sr. Friðriki Eggerz í
Akur eyjum. Vigdís fósturdóttir hennar var lengst af hjá henni í heimili,
eða í næsta nágrenni. 1878 settist Ragnheiður að í Ytri Fagradal og stóð
þar fyrir búi með Sigþrúði Rögnvaldsdóttur, sem þá var ekkja eftir Jón
son hennar. Var hún þar til 1891.
Kristín Jónsdóttir, dóttir Ragnheiðar og sr. Jóns, f. 11. apríl 1850, giftist
1872 Gunnlaugi Þorvaldi Stefánssyni frá Stafholti, presti að Hvammi
í Norðurárdal, en hann þjónaði kallinu frá 1867 til æviloka, 11. maí
1884. Þau eignuðust þrjú börn; Árna f. 1874, Jón f. 1876 og Valborgu
Elísabetu f. 1879. Eftir dauða sr. Gunnlaugs bjó fjölskyldan við kröpp
kjör, var eitt ár í Munaðarnesi, flutti 1885 að Innri Fagradal í Saurbæ
í skjól Ragnheiðar, átti þar heima til 1891, en eftir það hélt Kristín að
vetrinum heimili í Reykjavík fyrir börn sín er þar stunduðu nám, en á
sumrin var hún og fjölskylda hennar í Hvammi í Norðurárdal og sinnti
sínum hluta búrekstrar, en hún flutti þangað með sér bústofn er að hluta
til var í eigu Ragnheiðar móður hennar, sem var efnalega vel stæð.
Árið 1875 kemur Gísli Einarsson frá Krossanesi í Skagafirði í Saurbæinn,
sennilega að Hvoli til Indriða Gíslasonar, móðurbróður síns. Hann
stundar nám í unglingaskóla Torfa Bjarnasonar að Hvoli næstu tvo
vetur, 1875-1876, var um tíma heimiliskennari í Ytri Fagradal og þar
lágu leiðir hans og Vigdísar Pálsdóttur saman, en þau giftu sig 12. júlí