Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 243
243
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
1884 og áttu þar heimili til 1888. Haustið 1880 er hann skráður í hóp
námssveina heimavistar Lærða skólans, tók stúdentspróf 1885 og lauk
guðfræðiprófi 1887. Vígður sóknarprestur að Hvammi í Norðurárdal
21. maí 1888 og flutti fjölskyldan að Hvammi um vorið. Þegar svo var
komið gat hann ekki annast kennslu systkinanna, en fékk til þess ungan
guðfræðing, Bjarna Símonarson frá Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal
og sinnti hann kennslunni næstu þrjú ár, uns bræðurnir fengu inngöngu
í Lærða skólann haustið 1891.
Árið 1891 fékk sr. Gísli heimild til lántöku til að reisa íbúðarhús í
Hvammi í stað gamals og lélegs torfbæjar. Var húsið reist um sumarið, og
um vorið kom Ragnheiður Jónsdóttir og fjölskylda hennar að Hvammi
og flutti þangað bústofn sinn. Þar var fjölskyldan öll sumur þar til þeir
bræð ur héldu utan til háskólanáms, en 1897 fékk Bjarni veitingu fyrir
Brjáns lækjarprestakalli og sama ár giftust þau hann og Kristín Jónsdóttir
og þá flutti Ragnheiður Jónsdóttir þangað og átti þar heima til æviloka.
Með þessu sambýli og verkaskiptingu tókst að leggja grundvöll að fram-
tíðarafkomu og öryggi, en þessi viðleitni náði til fleiri er fjöl skyld unni
tengdust, því að auk þeirra komu inn á heimilið nánir ættingjar prests-
hjónanna. Helga Guðmundsdóttir, eldri hálfsystir Vigdísar, réðst þegar
árið 1888 sem vinnukona að Hvammi og átti þar heima og fylgdi fjöl-
skyldunni að Stafholti. Ragnheiður Einarsdóttir, systir Gísla, hafði verið
gift og búandi á ýmsum stöðum í Húnaþingi, en missti mann sinn en
átti ekki börn og vann mörg ár við skólabúið í Ólafsdal og var sjálfrar
sín sem kallað var. Hún flutti að Hvammi með bústofn sinn 1906 og var
á heim ilinu upp frá því. Enn má bæta því við um ábyrgð og umhyggju
fyrir ætt ingjum, að þegar bróðir Vigdísar eignaðist son utan hjónabands
1904, létu þau Hvammshjón senda eftir drengnum og ólst hann upp á
heim ilinu eins og einn af systkinunum.
Snorri Þorsteinsson