Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 246
246
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
var sú stjórnardeild er við lýði var frá 1550 til 1848 og einkum fjallaði um
at vinnu- og fjármál. Í bréfinu fór hann þess á leit að manntalsþingstöðum
í sýslunni yrði fækkað úr tíu í fjóra. Hann bendir á að þingstaður sé í
hverjum hinna tíu hreppa sem allir séu fámennir; í Hvítársíðu 18 býli, 18
í Þverár hlíð, 23 í Norðurárdal, 37 í Stafholtstungum. Í Borgarhreppi séu
býlin 25, í Álftaneshreppi 32, 33 í Hraunhreppi, 32 í Miklaholtshreppi,
14 í Eyjahreppi en 26 í Kolbeinsstaðahreppi. Sýslan sé víðáttumikil
og erfið yfirferðar og aðstaða einstakra íbúa misjöfn. Gerir hann að
tillögu sinni að þingstöðum sé fækkað í fjóra. Hvítársíða, Þverárhlíð
og Norðurárdalur eigi þingstað að Norðtungu og þangað eigi þá 59
jarðir þingsókn. Stafholtstungur og Borgarhreppur eigi nýjan þingstað
að Sólheimatungu, sem er nærliggjandi bær við Borgarhrepp. Þangað
eigi 62 jarðir þingsókn. Nýr þingstaður sé valinn fyrir Álftaneshrepp og
Hraunhrepp að Álftártungu og þar eigi 65 býli þingstað. Fjórði þing-
staðurinn er Hrossholt og þangað sækja íbúar Kolbeinsstaða-, Eyja- og
Miklaholtshreppa og þar eiga þingsókn 72 bæir.
„Eiríkur Sverrisson (17901843) var fæddur að Kirkjubæ á
Síðu, varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1808 með ágætum vitnis
burði, sótti tvívegis um prestakall en fékk ekki, fór utan og lauk
prófi í dönskum lögum 1821, varð sýslumaður Snæfellsnessýslu
1823 og sat í Mávahlíð, fékk Mýra og Hnappadalssýslu 28.
maí 1828, bjó í Einarsnesi, síðar á Hamri, veitt Rangárþing
19. apríl 1836, settist þá að í Kollabæ í Fljótshlíð og bjó þar
til dauðadags. Hann þótti ötull maður, harður nokkuð, vel að
sér í lögum, en sumum þótti hann breytinn og á síðustu árum
drykkfelldur. Var mikill vexti og þrekinn, ekki andlitsfríður né
góðmannlegur.“ (Íslenskar æviskrár I, bls. 42122).
Bréf sýslumanns hefur án efa gengið hefðbundna boðleið stjórnkerfis ins
og 26. apríl 1833 er þegnum tjáð með konungsbréfi, að fallist hafi verið
á umsókn sýslumanns að fengnum meðmælum amtmanns.
Bréfið hljóðaði svo: (Sjá Lovsamling for Island X. bindi bls 307 -308)
„Frederik den sjette & c. Vi give Dig hermed tilkjende, at Vi, efter
den af Sysselmand for Myre og Hnappedals Syssel í Vort Land Ísland,
Erich Sverrisson, allerunderd gjorte Forestilling om en forandret
Ind deling af de nu for Tiden bestaaende 10 Thingsogne í bemeldte
Myre og Hnappedals Syssel og Din angaaende angivne Betækning,