Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 248
248
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
upprunalega fjölda þingstaða. Enginn tók til máls um bænarskrána.
Þá bar forseti undir þingið hvort kjósa skyldi nefnd í málið. Var það
samþykkt og var Helgi Helgason þingmaður Mýramanna formaður
hennar, aðrir nefndarmenn sr. Hannes Stephensen þingmaður Borgfirð-
inga og Þorvaldur Sívertssen þingmaður Dalamanna.
Á ellefta fundi, 14. júlí, lá fyrir álitsskjal nefndarinnar og lét forseti
framsögumann, Hannes Stephensen prófast í Görðum, þingmann
Borg firðinga, lesa það upp. Það er þannig látanda:
„Hið heiðraða þing hefir á fundi, 5. dag júlímánaðar, falið oss sem
ritum nöfn vor hér undir, að segja álit vort um bænarskrár frá Mýra- og
Hnappadalssýslu, um að taka upp aptur ena fornu þingstaði í þeirri
sýslu, sem niður eru lagðir fyrir 10 árum og verður það þetta:
Þingstaðir hafa frá alda öðli í Hnappadalssýslu verið þessir: 1. Fá-
skrúðar bakki í Miklaholtshrepp, 2. Hrossholt í Eyjahrepp, og 3. Kald-
árbakki í Kolbeinsstaðahrepp. En í Mýrasýslu þessir: 1. Lækjar bugur
í Hraunhrepp, 2. Smiðjuhóll í Alptaneshrepp, 3. Eskjuholt í Borgar-
hrepp, 4. Hjarðarholt í Stafholtstungum, 5. Dýrastaðir í Norður ár dal,
6. Norðtunga í Þverárhlíð, og 7. Sámsstaðir í Hvítársíðu; Alls 10 þing-
staðir í báðum sýslunum, sem nú eru að einni orðnar.
Sýsla þessi er víðlend og á allmörgum stöðum ill yfirferðar, vegna for-
æða og óvega; þetta fann sýslumaður Eiríkur Sverrisson, sem hélt sýslu
Hrossholt.