Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 249
249
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
þessa frá 1827 til 1837, og beiddist hlutaðeigandi amtmanns liðsinnis til,
að létta á sér þeim ferðalögum um sýsluna, sem mögulegt var af að létta
og bera fram þá bæn sína við stjórnarráð konungs, að þeir 10 þingstaðir
sýslunnar mættu flytjast og fækka, svo að fjórir yrðu eptir, þó ekki
nema 2 af hinum fyrnefndu, nefnilega: 1. Hrossholt, hvar undir liggja
skyldi Fáskrúðarbakka- og Kaldárbakka- þinghár, með Krossholts eigin
þingsókn. 2. Norðtunga, hvar undir Dýrastaða- og Sámsstaða- þinghár
skyldu eptirleiðis liggja, ásamt Norðtungu fornu þingsókn, en tveir nýir
þingstaðir skyldu takast upp, nefnilega þessir: 3. Álptártúnga, og þangað
sækja þingmenn þeir, sem verið höfðu í Lækjarbugs- og Smiðjuhóls-
þinghám, og 4. Sólheimatunga, hvert bændur úr Eskjuholts- og Hjarð-
ar holts-þingsóknum skyldu sækja.
Amtmaður sendi sýslumanni bænarskrána aptur, og tjáði honum,
að hún væri fyrst frambærileg, er hann hefði fengið hlutaðeigandi
hrepp stjóra samþykki til breytingar þessarar, en þeir hreppstjórar aftur
bændanna, sendi þá sýslumaður amtmanni síðan samþykki hrepp-
stjóranna sumra, eða flestra, þó mæltu sumir þeirra með öllu móti
þeirri breytingu, hvar á meðal hreppstjórinn í Hraunhrepp, en bændur
í öllum sýslunnar hreppum vænast þess, að þeir aldrei hafi verið þessa
leyfis kvaddir, og þá heldur aldrei gefið það. Nú sendi amtmaðurinn
bænarskrá sýslumannsins til hlutaðeigandi stjórnarráðs, fyrir hvers
tilhlutan konunglegt leyfi fékkst árið 1835 til þessarar breytingar, yfir
hverri bændur í Mýra- og Hnappadals-sýslu hafa síðan iðuglega kvartað,
jafnvel fyrir hlutaðeigandi amtmanni, sem þó hefir ekki þeirra vegna
getað feingið breytingu þessa aptur kallaða; því hafa nú bændur og
hreppstjórar úr flestum hreppum téðrar sýslu, ásamt sýslunnar prófasti,
sent til alþingisins bænarskrár um, að það vildi bera fram fyrir hans
konunglegu hátign, og mæla fram með ósk þeirra, að hinir gömlu
þingstaðir, hvar þinghúsin enn standa, mættu aptur takast upp, en
hinir nýju leggjast niður, hvar þinghúsin eru ekki byggð, að fráteknu
einu. Eftir að vér höfum þannig sagt sögu þessa málefnis, með svo fáum
orðum sem vér gátum, viljum vér þar við gjöra nokkrar athugasemdir:
1 Eins og það er bændum indælt, svo mun það líka gagnlegt, að
sýslumaður í hið minnsta einu sinni á ári, komi í hrepp hvern,
kynni sér skipulag, ástand og stjórn hreppsins, og greiði nærstaddur
úr ýmsum hreppsmálefnum, sem fyrir hann verða borin; þessu fær
sýslumaður ekki við komið, þar sem hann heldur manntalsþing