Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 251
251
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
reyndust vegir þá ófærir; svo snemma má nú framvegis ekki halda
mann talsþing, eptir boði konungs í úrskurði frá 22. marz 1843, en
á hina fornu þingstaði í því byggðarlagi, Smiðjuhól og Lækjarbug,
eru bæði betri vegir, og skemmra yfir ófærurnar að sækja.
5 Það þykir óviðurkvæmilegt og ósanngjarnt, að lítilsverð hægð
þess eina mannsins, sem fulla borgun tekur fyrir starf sitt, leggi
því líka óhægð á alþýðu, sem tveggja eða þriggja daga ferðalag
má bóndanum verða, og flutningur þinggjaldsins um lángan og
vondan veg;1 getur fyrirhöfn og vinnumissir orðið bóndanum
dýrkeyptara á stundum, enn gjaldi því nemi, sem hann á að greiða.
„Af hér upp töldum ástæðum er það álit vort sameiginlegt, að
allt mæli fram með þeirri sanngjörnu bæn bænda í Mýra og
Hnappa dalssýslu: Að hinir fornu 10 þingstaðir brúkist þar hér
eptir, eins og hingað til allt að 10 enum síðustu árum, og að al
þingið beri fram og mæli með, að bæn þessi fái hans konung legu
hátignar allramildustu bænheyrslu.“
Enginn tók til máls um málið og sagði forseti, að það yrði í næsta sinn
rætt til lykta.
Á tólfta fundi lagði forseti málið fram og skyldi það rætt til
lokaafgreiðslu. Afhenti hann framsögumanni skjöl þess. Framsögumaður
mælti enn fram með því. En þar eð enginn þingmanna mælti í móti,
kvaðst forseti verða að álíta að þingið samþykktist í einum huga
uppástungu nefndarinnar.
Að lokinni þessari afgreiðslu lét forseti á 15. fundi, 21. júlí, lesa upp
álitsskjal þingsins til konungs sem bar yfirskriftina.
BÆNARSKRÁ UM FJÖLGUN ÞINGSTAÐA Í MÝRA- OG HNAPPA DALS-
SÝSLU.
Fulltrúi Mýra- og Hnappadalssýslu, hreppstjóri Helgi Helgason, hefir
borið upp á alþingi Íslendinga bænarskrá frá innbúum í nokkrum
hrepp um tjáðrar sýslu, um það, að þingstaðir þeir, er þar eru lagðir
1 Þarna er rétt að hafa í huga að þinggjöld voru að miklu greidd „í fríðu“ þ. e. afurðum
búanna sem verðlagðar voru eftir samþykktri verðlagsskrá og bændur fluttu með sér á
þingstaðinn og síðan þurfti sýslumaður að flytja vöruna þaðan til þess staðar þar sem
henni var í verð komið. Skömm ferðaleið var því beggja hagur.